Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 62

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 62
 62 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 bygginga í Riga sem og uppbyggingu og sjálfstæðinu sem fékkst undir lok tuttugustu aldarinnar. Á þriðja degi leiddi Jette Aaroe Clausen frá Danmörku okkur í allan sannleikann um tæknina í fyrirlestri sínum „What happens when a call for evidence meets diverse lis- tening practices in antenatal care?“ en á eftir henni kom svo ein af okkar uppáhalds- fyrirlesurum ráðstefnunnar Elizabeth-Crang Svalenius frá Lundi í Svíþjóð. Væri nú ekki fúlt að fara í skiptinám til Lundar og eyða smá tíma með Elizabetu því hún er afar fróð, hress og skemmtileg ljósmóðir. Erindi henn- ar var um „Changes in childbirth, use and misuse of technology“ þar velti hún vöngum yfir notkun tækninnar meðal annars við fósturskimanir en hún hefur lengst af unnið á þeim vettvangi. Eftir bráðskemmtilegan dag skelltum við okkur í heimsókn á fæðingardeildina eða „Rigas maternity house“ þar sem fæðast um 18.000 börn á ári en húsnæðið er komið til ára sinna. Þarna eru þrír fæðingargangar og starfa á hverjum þeirra aðeins 2 ljós- mæður á vakt í 24 stundir í einu. Konurnar byrja í fæðingu í einu herbergi og eru svo fluttar yfir á fæðingastofu þegar komið er að fæðingu. Fæðingastofurnar sem flestar voru ágætlega rúmgóðar EN voru ekki eins hlý- legar og við eigum að venjast heldur stofn- reiddur í mötuneytinu. Þar voru prúðbúnir ljósmæðranemar í sjúkrahússloppum sem báru fram matinn í sparileirtaui skólans og dýrindis eftirréttir stóðu og biðu eftir svöng- um ráðstefnugestum. Boðið var upp á tón- listaratriði flutt af nemendum og kennurum skólans við opnun og ráðstefnuslit. Á þriðjudeginum hófst svo hin eigin- lega fræðsludagskrá en Ólöf Ásta Ólafs- dóttir stjórnaði dagskránni. Þessi dagur var á ábyrgð okkar Íslendinga sem fjallaði m.a. um samskipti og eflingu í ljósmóður- námi og starfi. Ólöf Ásta flutti erindi sitt „Empowering learning through relations- hips with women“ og eftir henni flutti Helga Gottfreðsdóttir erindi um fósturskimanir og ákvarðanatöku foreldra á meðgöngu, en bæði erindin byggðu á doktorsrannsóknum þeirra. Eftir hádegið var svo öllum skipt í hópa þar sem við áttum mjög skemmtilegar umræður og fengum sjónarhorn nema og ljósmæðra frá hinum þátttökulöndunum. Þannig var skipulagið alla dagana og við nemarnir komum allar á svið á hverjum degi og fluttum erindi með niðurstöðum úr vinnuhópunum okkar. Í lok dags fórum við stelpurnar í göngu um gamla bæinn með leiðsögumanni sem gekk með okkur að minnsta kosti 14.679 skref (skv. skrefmælinum) og sagði okkur allar helstu staðreyndir um fall og hrun Það voru kátir ljósmæðranemar sem hófu ferðalag sitt ásamt kennurum og leiðbein- endum til Riga í Lettlandi eldsnemma að morgni 4. apríl síðast liðinn. Tilefni ferðar- innar var ráðstefna á vegum NORDPLUS námsnets í ljósmóðurfræðum, sú síðasta af þriggja ráðstefnuröð netsins þar sem nem- endur frá Norður-og Eystrasaltslöndunum koma saman ásamt kennurum og leið- beinendum sínum. Titill ráðstefnunnar var „Empowering midwifery students and yo- ung midwives of the north“ og var dagskrá- in þétt setin þá fimm daga sem við dvöldum þar. En ferðalagið var langt og eyddum við heilum degi á flugvellinum í Stokkhólmi á báðum leiðum okkar til Riga. Það var óneitanlega skrítið að koma til Riga. Tungumálið er svo gjörólíkt því sem við höfum heyrt og ekki nokkur leið að skilja eitt einasta orð án frekari útskýringa. Fljót- lega komumst við þó að því að „vecmāte“ þýðir ljósmóðir! Við fengum strax gríðarlega góðar móttökur. Hótelið var virkilega fallegt og þjónustan til fyrirmyndar. Við byrjuðum mánudagsmorguninn á því að fara í göngu- ferð um gamla bæinn í sól og blíðu og könn- uðum verslunarmöguleikana ásamt verðlagi og veitingastöðum. Um hádegi komum við saman og hittum hina gestina sem voru hátt í 60 talsins og saman gengum við rúmlega 2 km leið í Rigas 1st medical college þar sem ráðstefnan var haldinn. Gönguleiðin var bein og einföld en mikið var um niðurníddar byggingar. Þegar við komum í skólann var vel tekið á móti okkur af glæsilegum lettn- eskum nemum sem langflestir voru frekar ungar stúlkur miðað við okkur þessa ís- lensku. Einn strákur var meðal nemanna. Tekið er beint inn í 3 ára nám í ljósmóður- fræði í Lettlandi eftir stúdentspróf. Þennan fyrsta dag komu nemarnir frá öllum þátttökulöndunum upp á svið og fluttu erindi um námsfyrirkomulag í sínu landi ásamt upplýsingum um fæðingastaði og tíðnitölur. Þetta var afar fróðlegt og skemmtilegt og góður undirbúningur fyrir það sem á eftir kom. Skólastjóri skólans frú Inese Bunga heiðraði okkur með nær- veru sinni á hverjum degi og lagði meira að segja undir okkur matseðil vikunnar en hádegisverður var í boði skólans og fram- Ferðasaga úr Ljósmæðraskólanum Jóna og Signý í samræðum við erlendan kollega.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.