Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Page 63

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Page 63
 63júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið þessari og er það einlæg von okkar sem tókum þátt að þetta samstarf muni halda sem lengst og styrkir fáist til að halda ráð- stefnur af þessu tagi og þær fái að þróast og vera árlegur viðburður. Eftir hádegi vorum við formlega útskrif- aðar af skólastjóranum Inese Bunga sem færði hverri og einni útskriftarskjal ásamt mjólkursúkkulaði og óskaði okkur góðrar heimferðar. Sælar og glaðar örkuðum við út í góða veðrið ásamt Ólöfu Ástu, Helgu og Önnu Siggu. Trítlað var um gamla bæinn og kíkt í búðir og sölubása. Um kvöldið fengum við okkur svo hið langþráða sushi sem okkur hafði dreymt um alla ferðina. Ekki urðum við fyrir vonbrigðum þar frekar enn á öðrum veitingastöðum sem við prufuðum í þessari ferð. Við nutum kvöldstundarinnar því heimferðin var eldsnemma að morgni og býsna löng. Allar erum við reynslunni ríkari og þakklátar fyrir að hafa fengið þetta frá- bæra tækifæri til að kynnast ljósmæðrum og nemum í nágrannaríkjum okkar og hlustað á áhugaverð erindi sem styrkja okkur í leik og starfi en auk þess höfum við enn betur lært að meta þá aðstöðu sem við búum við hér á landi. Nemar á fyrsta ári í ljósmóðurfræði veturinn 2010-2011 Edda Sveinsdóttir Jóna Björk Indriðadóttir Signý Dóra Harðardóttir velja réttan lækni og borga undir borðið en það var gjarnan þannig með flesta sjúkra- þjónustu í Eystrasaltslöndunum. Til dæmis gastu fengið þjónustu ljósmóður gegnum alla fæðinguna fyrir ákveðið verð en ef þú hefur ekki efni á því þá hittir þú bara ljós- móður á 2. stigi fæðingarinnar. Um kvöldið var okkur boðið í heljar- innar partý í skólanum. Virkilega flott og vel undirbúið með alls kyns leikjum og sprelli. Til dæmis fórum víð í býsna hressilegan og skemmtilegan „actionary“ leik þar sem okkur var skipt í hópa og ein úr hópnum átti að leika ýmis ljósmæðrahugtök. Skemmti- legast var að fylgjast með Helle Juel Johan- sen, danskri ljósmóður sem starfar í Nuuk í Grænlandi, leika Apgar 0! Dásamlegt kvöld þar sem ný vináttubönd voru tryggð og mættu allir brosandi í morgunmat að morgni föstudags. Síðasta daginn flutti Eva Persson frá Lundi erindi um þátttöku feðra í barneignar- ferlinu og kynnti aðferðir til meta umönnun við þá. Hún sagði okkur frá einstaklega góðu foreldrafríi sem eru 480 dagar sem skiptast jafnt milli beggja foreldra en annað þeirra getur nýtt sér allan tíma umfram fyrstu 60 dagana. Við ráðstefnuslitin kom fram almenna ánægja meðal allra þátttakenda. Almennt fannst bæði nemum og ljósmæðrum dag- skráin hafa lærdómsríkt gildi og að þessi reynsla væri eflandi og að samstarf ljós- mæðra á Norður- og Eystrasaltslöndum væri mjög mikilvægt. Þótt námsumhverfið og kröfurnar séu mismunandi lærum við allar eitthvað nýtt og áhugavert á ráðstefnu sem annalegar og búnar tækjum sem flest voru orðin nokkuð gömul og slitin. Húsnæðið var þó að einhverju leiti í enduruppbyggingu sem enn hafði ekki náð inn á fæðingastof- urnar. Þó mátti sjá þar nýleg og hugguleg fæðingarúm en stoðir voru ávallt á þeim og yfirleitt notaðar í fæðingum. Spítalinn stát- aði sig af notalegum fjölskylduherbergjum sem voru mjög vinsæl og fyrir þau þurfti að borga sérstakt gjald. Hins vegar var hægt að liggja sængurlegu án kostnaðar á þriggja manna stofum. Hver fjölskylduherbergja- gangur saman stóð af 26 herbergjum og ein ljósmóðir ásamt einum hjúkrunarfræðingi voru á vakt í sólarhring í senn. Á fjórða ráðstefnudegi var umræða um fóstureyðingar og flutti Britt-Marie Halldén frá Svíþjóð tvö erindi sem byggja á doktors- rannsókn hennar, annars vegar um upplifun ungra kvenna og karla af fóstureyðingum snemma á meðgöngu og hins vegar um reynslu ljósmæðra í umönnun unglings- stúlkna sem fara í fóstureyðingu. Mjög áhugaverðir fyrirlestrar og feykilega góðar umræður í hópunum þar sem tíðni fóstur- eyðinga ásamt lögum um fóstureyðingar í mismunandi löndum voru rædd. Það kom okkur Íslendingunum á óvart að við erum langt frá því að vera þar fremst í flokki eins og fjölmiðlum er tíðrætt um en við vorum með þriðju lægstu tíðnina af Norðurlöndun- um og Eystrasaltsþjóðunum en Færeyingar eru með lang lægstu tíðnina. Þar í landi eru fóstureyðingar ólöglegar nema ef um fóstur- galla er að ræða. Fulltrúi Færeyinga sagði okkur þó að feður færu gjarnan með dætur sínar til Danmerkur í fóstureyðingu en lík- lega skekkir það tölfræðina á einhvern hátt. Í Lettlandi er hægt að koma inn af götunni og óska eftir fóstureyðingu en fyrir hana þarf að greiða um 15.000 krónur. Í Litháen getur þú fengið fóstureyðingu með því að Slakað á í góða veðrinu. Anna Sigga og Edda í góðum gír.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.