Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 66

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 66
 66 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 Ekki er hægt að merkja annað en ánægju yfir að þessi deild skuli vera til og heyrst hefur að ljósmæður bíði með tilhlökkun eftir að ná aldri til inngöngu. Alþjóðasamskipti Ljósmæðrafélagið sendir ekki fulltrúa á ICM ráðstefnuna í sumar, en hún er nú haldinn í Afríku. Það er dýrt ferðalag. Ekki er okkur kunnugt um að nokkur íslensk ljósmóðir mæti fyrir hönd þjóðarinnar. Við mætum þeim mun fleiri til Prag eftir þrjú ár! Hildur Kristjánsdóttir forseti NJF mætir fyrir hönd LMFÍ á Norðurlandafund ljós- mæðra í Stokkhólmi í maílok. Ljósmæðraganga á alþjóðadegi ljósmæðra Ljósmæðrafélagið, eins og mörg önnur ljósmæðrafélög um víða veröld, stóð fyrir ljósmæðragöngu á alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí. Mætingin var ágæt, um 50 göngugarpar strikuðu þá 5 km leið sem skipulögð var um Laugarnes og Laugardal, þar sem Gerður Kristný rithöfundur og verndari göngunnar ávarpaði hópinn. Nýtt starfsár Ljósmæðrafélags Íslands er nú hafið, með góðri blöndu af reyndum og nýjum stjórnar- og nefndarkonum. Undirrituð þakkar félagsmönnum traust og ánægjulega samvinnu síðustu ára og óskar nýrri stjórn farsældar í starfi. Maí 2011 Guðlaug Einarsdóttir þessu ári. Í þessari deild eru ljósmæður 60 ári og eldri. Félagskonur í ársbyrjun 2011 voru 220 samkvæmt póstlista. Árlega bætast við ný nöfn, þ.e. þeirra sem verða sextugar á árinu. Ljósurnar halda aðalfund í október og einn almennan fund á vorin, oftast í mars. Á þessum fundum hafa gjarnan einhverjar Ljósur verið með upplestur eða frásagnir og hefur það gefið fundunum aukið gildi. Mæting á fundum er 25 -33 Ljósur. Frá 2007 hefur deildin farið eina dagsferð í júní. Mikil ánægja hefur verið með þær ferðir. Þátttaka hefur verið á bilinu 23 – 40. Vorferð var farin um Hval- fjörð og Borgarfjörð í fyrra en nú stendur til ferð í Bása við Þórsmörk. Þá ferð átti að fara í fyrra en eldgos í Eyjafjallajökli sá til þess að svo varð ekki. er á aðalfundi, þeir hafa skilað ársskýrslu á aðalfundi félagsins og reikningum með reikningum félagsins. Ljósmæðrablaðið Árið 2010 voru gefin út 2 tölublöð af Ljós- mæðrablaðinu eins og undanfarin ár, gekk vel að fá efni í blaðið. Þrjár ritrýndar greinar birtust og margar fræðslugreinar. Margar ljósmæður eru búnar að vera í framhalds- námi og eru þær duglegar að skrifa í blaðið. Norðurlandsdeild Starfsemi Norðurlandsdeildar Ljósmæðra- félagsins á starfsárinu 2010 – 2011 hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár, en félagar í þeirri deild eru 47. Haldinn hefur verið einn stjórnarfundur auk sam- skipta stjórnarmeðlima í gegnum tölvupóst og síma. Sagt var frá aðalfundi deildarinnar í síðasta tölublaði Ljósmæðrablaðsins. Á haustdögum stóð deildin fyrri ferð í yoga hjá Önnu Dóru Hermannsdóttur þar sem hún leiddi hópinn í gegnum yogaæfingar af sinni alkunnu snilld. En Anna Dóra hefur ásamt ljósmóður á Akureyri boðið upp á námskeið fyrir barnshafandi konur í mörg ár. Aðventu fundur var svo haldinn í byrjun desember þar sem félagar í Norðurlands- deildinni hittust á FSA, með jólabakkelsi og jólapakka meðferðist. Áætlað er að halda aðalfund á Sauðárkróki síðari hluta maí, þar sem skagfirskar ljósmæður taka á móti félagsmönnum af myndarskap eins og þeirra er lagið. Ljósurnar Deildin Ljósurnar verður 6 ára í desember á Sími og lyklar afhendir. Rabbað yfir súpu fyrir aðalfund.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.