Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 68

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 68
 68 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 fullt starf á skrifstofu félagsins, en blaðið kemur út níu sinnum á ári. Mikill tími fer í kjarasamninga þar sem samið er beint um laun á hverri einustu starfsstöð. Þetta er mjög krefjandi og krefst mikils af trúnaðar- mönnum og starfsmönnum félagsins sem annast þennan þátt sameiginlega, en þetta hefur reynst afar vel og almennt eru samn- ingar mjög góðir hjá ljósmæðrum. Eins og í hinum löndunum hefur kreppan bitnað á nýútskrifuðum ljósmæðrum og það hefur verið erfitt fyrir þær að fá vinnu víða um landið. Sjúkrahúsin ráða nú í ríkara mæli fólk til afleysinga í skemmri tíma og síður í föst störf. Fagmálin hafa verið áberandi eins og svo oft áður og hefur félagið lagt áherslu á að hafa fræðslunámskeið fyrir ljósmæður á við- ráðanlegu verði og ákveðið hefur verið að halda 2ja daga ráðstefnu í september og verður það fjórða árið í röð sem það er gert. Fæðingarþjónusta í Noregi hefur verið gagnrýnd fyrir að vera dreifð og samhengis- laus. Neytendur hafa óskað eftir meiri þjón- ustu ljósmæðra sérstaklega í meðgöngu- verndinni og sængurleguþjónustu hefur verið lýst sem afgangsstærð. Í ljósi þessa var unnin skýrsla á vegum heilbrigðisráðu- neytisins um hvernig hægt væri að styrkja og efla þjónustu ljósmæðra og fékk þessi skýrsla umfjöllun á Stórþinginu þar sem til- lögurnar voru samþykktar einróma. Skýrslan fór síðan til baka til ráðuneytisins og er beðið viðbragða þaðan hvað varðar t.d. fjár- muni. Ennfremur var ákveðið að unnið skuli að gæðakröfum fyrir fæðingadeildir, sem ekki grundvallast eingöngu á fæðingatölum heldur fyrst og fremst gæðum þjónustunnar, sjá nánar á: http://www.helsedirektoratet. no/vp/multimedia/archive/00287/Et_ trygt_f_detilbud_287039a.pdf . Mikil umræða hefur verið um menntun ljósmæðra í Noregi á liðnu ári. Landsfundur ljósmæðra ályktaði árið 2005 að stefnt skyldi að „direct entry” (sjá skýringar hér á undan) námi ljósmæðra. Þessari ályktun hef- ur aðeins verið breytt og hljóðar nú þannig að félagið muni starfa með þar til bærum ráðuneytum að því að skipulagt verði ljós- mæðranám sem er að minnsta kosti fjögurra ára langt. Félagið lýsir einnig yfir að það sjái kostina við að í boði séu mismunandi leiðir að því að verða ljósmóðir. Áhersla er á að verkleg þjálfun styttist alls ekki frá því sem nú er, heldur lengist ef eitthvað er. gildi ljósmóður á fæðingadeildinni hefur verið lagt niður, sængurlega verður stytt úr 5 sólarhringum í þrjá, faðir nýfædds barns getur nú fengið að dvelja á sængurkvenn- adeild fyrstu nóttina eftir fæðingu að því gefnu að ekki sé fjölmennt á stofunni! Ljós- mæður hafa til margra ára sinnt „vöknun” eftir valkeisarafæðingar. Þessu hefur nú verið hætt og fara mæður nú á gjörgæslu- deild eftir keisarafæðingu og geta ekki haft barnið hjá sér. Þetta á sér ýmsar misvel ígrundaðar skýringar að mati ljósmæðranna og leggja þær mikinn kraft í að vinna því brautargengi að þessu verði breytt aftur til fyrra horfs. Meðgönguverndin er í höndum ljósmæðra og koma konur að jafnaði í 7 skoðanir, ennfremur annast ljósmæður fæð- ingarfræðslu sem er haldin tvisvar í mánuði, tvær klukkustundir í senn og er ókeypis fyrir foreldra. Hægt er að skoða fæðingardeildina einu sinni í mánuði. Ljósmæður hitta einnig allar konur um mánuði eftir fæðingu. Rafræn sjúkraskrá er í notkun; Cosmic og er stefnt er að því að hún verði aðgengileg fyrir með- gönguvernd og fæðingar, en fæðingarnar eru í dag skráðar í sérstakt sjúkrahússkrán- ingarkerfi. Fæðingar voru rétt undir 600 árið 2009. Nokkrar umræður urðu um menntun ljósmæðra og horfa færeyskar ljósmæður til íslenska kerfisins eins og það er í dag og finnst það áhugaverðara en það danska sem þær hafa fylgt fram til þessa. Ísland Vísað er til skýrslu formanns LMFÍ frá aðal- fundi félagsins. Sérstaklega var rætt um fækkun fæðingastaða og fyrirhugaðar breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra. Einnig var talsvert rætt um atvinnuleysi meðal ljósmæðra og áhyggjum af því að tapa nýútskrifuðum ljósmæðrum í önnur störf vegna þessa. Noregur Í norska ljósmæðrafélaginu eru nú 2250 meðlimir sem er nálægt því að vera 75% allra starfandi ljósmæðra í landinu. Á skrif- stofu félagsins starfa nú fimm einstaklingar auk formanns í fullu starfi. Ákveðið hefur verið að ráða ritstjóra tímarits ljósmæðra í Lagt er til að reka sjúklingahótel til að leysa vanda sem kann að skapast vegna langra vegalengda til fæðingastaða og til þess að koma í veg fyrir áhættusamar fæðingar til dæmis í bílum, þyrlum eða flug- vélum á leið á sjúkrahús. Ljósmæðrafélagið er mjög virkt í baráttu fyrir bestu mögulegu gæðum og öryggi þjónustunnar. Leiðbeiningar fyrir meðgönguvernd hafa ekki verið endurnýjaðar síðan 1999 og veld- ur það nokkrum vandræðum í öllum þessum niðurskurði. Verið er að vinna að nýrri löggjöf fyrir heilbrigðisstarfsfólk, þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að hjúkrunarfræðingar fái rétt til að skrifa lyfseðla á lyf til sinna sjúklinga. Skilyrðin eru að hann sé fastráðinn við heilsugæslustöð, hafi starfað þar í 3 ár hið minnsta, hafi stundað framhaldsnám sem er 45 ECTS og að yfirlæknir fari fram á að hjúkrunarfræðingur geri þetta. Árið 2008 fæddust 59.808 börn í Finn- landi og hafa fæðingar ekki verið fleiri síðan 1996. Meðalaldur fæðandi kvenna er 30.1 ár. Aukning á notkun epiduraldeyfinga er um 13% síðan 1998 og hefur keisaratíðni verið nálægt 16% síðustu 10 ár. Sogklukku- fæðingum hefur fjölgað um 3% síðustu 10 ár, en spangarklippingum hefur fækkað um tæplega 14% frá árinu 1998. Sængurlega var að meðaltali 3.2 sólarhringar árið 2008 og hefur styst um ½ sólarhring frá árinu 2008. Meiri upplýsingar um tölfræðilegar upp- lýsingar frá Finnlandi má finna á; http:// www.stakes.f i /t i lastot/t i lastotiedott- eet/2009/tr22_09.pdf Færeyjar Nýr formaður færeyska ljósmæðrafélagsins var kosin í mars, Annika Hoydal og buðu fundargestir hana sérstaklega velkomna. Helst í fréttum frá Færeyjum er að kjara- samningar eru framundan. Vegna krepp- unnar er ekki gert ráð fyrir að mikil launa- hækkun náist, en lögð verður áhersla á bætt kjör eins og styttingu vinnuviku úr 40 stundum í 37 stundir. Sparnaður einkennir heilbrigðiskerfið þar eins og í hinum löndunum og hálft stöðu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.