Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 70

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 70
 70 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 svo hvorki Ísland eða Færeyjar áttu fulltrúa á þessum fyrsta stjórnarfundi nýrra sam- taka, en ljósmæðurnar á fundinum voru með þeim í anda og sendu símskeyti um leið og gengið hafði verið formlega frá stofnun samtakanna. Hugsið ykkur breytingarnar, núna 60 árum síðar eru fjöldi ljósmæðra frá Íslandi hér á þessari ráðstefnu, sem gestir, að stýra vinnusmiðjum, að stýra fundum, flytja erindi og/eða eru með veggspjöld. For- seti samtakanna er frá Íslandi og helmingur félaga í ljósmæðrafélagi Færeyja er staddur hér í dag. Ákveðið var í stofnskrá samtakanna að í stjórn þeirra ættu sæti 2 fulltrúar frá hverju landi og skyldu haldnir stjórnarfundir árlega og hafa þessir fundir verið afar áhugaverðir og skipst hefur verið á miklum upplýsingum. Löndin hafa haldið stjórnarfundi til skiptis skoðanir, veitum alls kyns fræðslu, sinnum fæðingahjálp, og leggjum okkar af mörkum til að lina óþægindi og sársauka í öllu þessu ferli. Við sinnum sængurkonum og nýburum í sængurlegu, hvort sem það er eftir fæð- ingar í heimahúsi eða á sjúkrahúsi, hvort sem fæðingin hefur gengið eðlilega fyrir sig eða þurft hefur að grípa til inngrips eins og til dæmis keisaraskurðar. Í sumum landanna sinna ljósmæður einnig ráðgjöf og fræðslu til kvenna um kynheilbrigði og fræðslu sem tengist breytingaskeiði kvenna. Ljósmæður sinna störfum sínum í miklum mæli í fjölfaglegum teymum og er líklegt að slík samvinna muni aukast enn frekar í fram- tíðinni, sérstaklega í ljósi meiri þekkingar á úrræðum og forvörnum vegna áhrifa heilsu- vanda eins og offitu, sykursýki, áhrifa reyk- inga og ofnotkunar áfengis og vímuefna á meðgöngu. Á sama tíma er líklegt að æ fleiri ljósmæður munu starfa að sérhæfðum verk- efnum bæði á stofnunum og í samfélaginu. Í ljósi þeirra verkefna sem ljósmæður sinna og koma að með ýmsum hætti, tel ég þær vera í lykilhlutverki að hvetja til slíks sam- starfs og samþætta ofangreinda þætti í for- varnarstarfi og almennri lýðheilsu bæði innan síns heimalands en einnig milli landanna. Ljósmæður alls staðar í heiminum, ekki bara hér á Norðurlöndum, eru mikilvægur hornsteinn í heilbrigðisþjónustu landa sinna. Vegna yfirgripsmikillar og sértækrar þekkingar og færni í heilbrigðisvísindum og ljósmóður- fræði eru þær í einstakri aðstöðu til þess að hvetja til og taka þátt í samstarfi við fleiri aðila sem koma að heilbrigðisþjónustu og setja þannig mark sitt á heilsueflingu og heilbrigði. Eins og vikið hefur verið að áður eru ljósmæður hér nyrðra mjög vel menntaðir og eftirsóttir fagmenn. Færni og þekking ljósmæðra er yfirgripsmikil og það ætti að vera markmið allra framsækinna og metn- aðarfullra heilbrigðisyfirvalda að nýta þessa þekkingu til hins ýtrasta. Ég óska okkur öllum ánægjulegrar ráð- stefnu og nota þetta tækifæri til að þakka danska ljósmæðrafélaginu fyrir metnaðar- fulla og áhugaverða ráðstefnudagskrá og veit að við eigum fyrir höndum hvetjandi og árangursríka daga. Hildur Kristjánsdóttir, forseti Norður- landasamtaka ljósmæðra. sem og ráðstefnurnar, sem haldnar eru ekki sjaldnar en á 4. hvert ár. Ljósmæður á Norðurlöndum hafa mikla sérstöðu í hinum vestræna heimi, þær hafa sannarlega unnið samkvæmt slagorðinu „heilsa fyrir alla” löngu áður en það varð al- þjóðlegt slagorð. Ljósmæður komu á flestöll heimili nær og fjær við aðstæður sem við getum illa samsamað okkur í dag og lögðu sitt af mörkum til þess að stuðla að heil- brigði fyrir alla. Ljósmæður norðursins sinna störfum sínum á ýmsa vegu, við störfum að ráðgjöf, veitum allskyns umönnun og aðstoð, sinn- um rannsóknum og framþróun fagsins. Við veitum ráðgjöf til ungs fólks, sinnum fjöl- skylduáætlun, þar með talið lyfjaávísunum fyrir getnaðarvörnum, sinnum meðgöngu- vernd til barnshafandi kvenna, gerum óm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.