Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Qupperneq 75

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Qupperneq 75
 75júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið þó ekki. - Þetta leystist án vandræða. Rúmið komst á sinn stað og fæðingin gekk sjálfsagt ljúflega, a.m.k. man ég ekki eftir neinu frá- sagnarverðu. Það þótti ekki tilhlýðilegt á þessum tíma að börn kæmu í heiminn nema gegnum ljós- móðurhendur. Það var stórkostlegt hvað konur létu bjóða sér við þessar aðstæður. Einhverju sinni- sem oftar – lá kona á ganginum á ambulans. Allar stofur upp- teknar, baðið, baðgangurinn og önnur kona að fæða á ganginum. Ég var ekki í yfirset- unni, heldur í snúningum og gat ekkert sinnt þessari konu þegar ég geystist fram og til baka. Það eina sem ég gat gert var að líta á hana í hvert sinn sem ég átti leið fram hjá og náði þá augnsambandi. Mér fannst þetta skelfileg vanræksla, ég talaði ekki einu sinni til hennar, það hefði tafið of mikið. Svo kom að því að ég gat snúið mér að henni og komið henni í betri aðstæður. Ég byrjaði á að afsaka þetta sinnuleysi en hún greip þakklát í hönd mér og sagði: „ Þetta er allt í lagi þegar maður fær alltaf svona fallegt bros.” Ég varð orðlaus. Hvernig var hægt að túlka vandræðalega afsakandi mæðusvip sem fallegt bros ? Löngu seinna spurði ég mágkonu mína um hennar upplifun af fæðingadeildinni. Hún eignaðist 5 börn á árunum 1954-1966. Hún svaraði eitthvað á þessa leið: „Ég bara gaf mig þessu fólki á vald og var ekkert að spekúlera í þessu neitt sérstaklega.” Mér þótti þetta svar mjög athyglisvert því þessi mágkona mín er ekki þekkt fyrir að láta bjóða sér hvað sem er. En þetta er sennilega dæmigert fyrir algengt viðhorf á þessum tíma. *ambulans = hjólabekkur legar raunveruleika. Einhverju sinni þurfti að koma fjölbyrju í „heilu” rúmi í snarheitum inn á bað. Hún var byrjuð að rembast og engin stofa laus. Baðgangurinn var þröngur og dyrnar inn á baðið rétt dugðu til að rúm af þessari stærð slyppi inn og gat verið mjög erfitt að ná beygjunni sem þurfti inn á baðið ef þar var stóll eða annað fyrir. Ljósmóðirin sem var með mér á vakt var við höfðagafl rúmsins en ég ýtti á eftir. En allt í einu stóð rúmið fast í dyrunum. Ljós- móðirin pikkföst bak við höfðagafl, konan rembdist, ekkert pláss meðfram rúminu og allt útlit fyrir að þarna ætlaði barnið sér að koma í heiminn. Mér fannst ég stödd í einni af þeim kvikmyndum sem ég hafði séð nýlega, barðist við bæla niður hláturinn sem ólgaði undir bringspölunum. Ég sá fyrir mér að nú yrði ekki annað til ráða en demba sér yfir fótagaflinn upp í rúm til konunnar og taka þannig á móti barninu. Til þessa kom Fæðingagangurinn var á 1. hæð. Þar voru 4 stofur af tveimur stærðum. Fæðingar áttu sér stað á þeim öllum, ennfremur fæddu konur á baðherberginu þegar ekki voru lausar stofur. Þangað var hægt að koma inn rúmi en ekki mikið pláss til að athafna sig. Með naumindum var samt hægt að standa báðum megin við rúmið. Inn að „baðinu” var gangur sem var rífleg rúmlengd og þar fæddu konur oft, en ekki hægt að hafa nema ambulans * þar. Tvær gerðir af rúmum voru í notkun. Tvö fæðingarúm sem hægt var setja á stoðir og athafna sig við fæðingahjálp frá fótagafli, en önnur rúm voru í daglegu tali kölluð „heil” rúm og voru venjuleg legurúm. Meiri hluti fæðinga fór fram í þannig rúmum. Þrengslin voru mikil. Oft lágu sængur- konur þarna niðri hálfa og heila sólarhringa, allt fram á 3. dag vegna þess að ekki var pláss á sængurkvennadeildinni, sem var að jafnaði kölluð Miðgangur. Oft kom það fyrir að konur sem voru ekki langt komnar í fæðingu lágu á ambulönsum á ganginum, fæddu reyndar stundum þar þegar ekki var unnt að flytja til svo þær kæmust á stofu. Hin fasta venja var sú að þegar konur voru komnar inn á deild, lágu þær fyrir. Engin fótaferð eða ráp um ganga hjá konu sem var greinilega byrjuð í fæð- ingu. Að komast leiðar sinnar um ganginn þegar annríki var mikið gat verið snúið. Rúm, ambúlansar og allir þeir hlutir sem fylgir fæðingum í stöðugri tilfærslu fram og til baka. Stundum flaug mér í hug í hraðanum við að komast áfram hvort betra væri að fara yfir eða undir rúmin sem voru á ganginum. Á þessum tíma voru kvikmyndir í bíó um skoplegar uppákomur á sjúkrahúsum. Ég sá stundum vinnustað minn í þessu ljósi og var þess fullviss að kvikmyndagerðamenn hefðu ekki hugarflug til að gera senur sambæri- Ljósurnar minningabrot frá fæðingadeild 1960 – 1970 María Björnsdóttir ljósmóðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.