Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 82

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 82
 82 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 Maður verður ekki var við mikla stéttaskipt- ingu milli fagstétta og nema í dag. Guðrún: Nei sem betur fer. Þegar maður var sem svengstur þá man ég að ég stal mér brauðsneið, setti hana undir svuntuna og hljóp með hana upp í skóla, ég borðaði hana aldrei þannig að ljósmæðurnar sæju til. Svo þurftum við náttúrulega að strauja svuntuna á hverjum morgni og stundum þvo skóna fyrir læknana. Svo færðum við yfirlækninum oft kaffi í rúmið á morgnanna, það var eitt af störfunum okkar. Þannig að það er ekki skrýtið að ég sé alltaf til þjón- ustu reiðubúin! Svo lærðum við að þéra, ég rétt náði í það, við þéruðum yfirlækninn, en þetta var bara skemmtilegt. Eitthvað skondið sem þið munið eftir frá námstímanum? Ólafía: Ég man ekki eftir neinu úr ljósmóð- urnáminu. En ég man nú bara eftir því þegar ég var í hjúkrun, ég var að setja nál hjá ofsa- lega sætum strák og ég gleymdi stasanum á og það sprautaðist blóð út um allt, svo náði ég loksins að setja tappann á en þá var allt orðið í blóði og losaði stasann, en þá náði ég honum ekki af og þurfti að þræða hann í gegnum allt saman. Þeim fannst þetta mjög fyndið hjúkrunarfræðingunum á vaktinni. Þessi sæti strákur útskrifaðist svo heim 15 mínútum síðar! Guðrún: Jú, ég get sagt ykkur eitt, það var þannig að börnin voru öll inni á barna- stofum, og það var alveg ömurlega leiðin- legt að standa þarna og sýna börn alltaf í heimsóknartímanum. Það var gler sem var næstum því hljóðþétt. Þarna kom alveg heil fjölskylda, afinn og amman og pabb- inn, pabbinn mátti ekki koma inn til að sjá barnið frekar en aðrir. Og þau segja ég ætla að sjá barnið á stofu 1:2, “já ég skal koma með það” svo kem ég með 20 marka strák með stórt höfuð og kolsvart hár og þau bara fölnuðu og sögðu „guð minn góður hvernig er þá hinn?” Þá meinti pabbinn að konan væri á stofu 1 og þau [börnin] væru 2. Ég gleymi þessu aldrei, þá hélt hann að þetta væri annar tvíburinn, 20 merkur. Ég man ennþá hvernig barnið leit út. Eftir þetta opn- aði ég alltaf hurðina til að spyrja hvaða barn þau vildu sjá. Þetta var náttúrulega alveg ótrúleg sýning í gegnum þetta gler. En mér finnst hérna lausnarleitarnámið mjög skemmtilegt, ég er búin að vera svo heppin og lánsöm að kenna í því í 3 ár það er bara ný hugsun fyrir nemann, mér finnst hún mjög skemmtileg. Ég held og ég hafi fengið heilmikla svörun á það, að það er gott að hafa klíniker til að koma í tímana líka með innlegg og vera í umræðutím- anum. Núna ert þú búin að kenna í lausnar- leitarnáminu Guðrún og þú búin að ganga í gengnum það Ólafía er eitthvað sem þið getið sagt um það? Ólafía: Eins og ég segi þá fannst mér það hjálpa mér mjög mikið, maður fór svolítið líka að hugsa „ég er að fá hérna inn konu og hvað ætla ég að gera fyrir hana”, þetta kenndi mér aukna yfirsýn. Þetta er nú öðruvísi sjúklingahópur en ég var vön að vera með. Líka að fá fram skoðanir þeirrar ljósmóður sem var með efnið. Mér fannst það hjálpa mjög mikið, ég skoðaði þessi verkefni oft, áður en ég fór í próf og stuttu eftir útskrift hef ég oft kíkt á þessi verkefni eftir hvað við átti. Þessi kennsluaðferð var eitthvað sem ég þekkti ekki úr hjúkrun, þar er náttúrulega svo stór hópur. Núna kemur maður inn í svona lítið samfélag, við erum bara 10 og förum í gengum þetta. Þannig að mér fannst þetta vera eitthvað sem var mjög gott og mjög nytsamlegt og ég hefði ekki viljað missa af. Guðrún: Ég hef svolítið rætt um það að allar umsjónarljósmæðurnar myndu fá kennslu í þessu. Þær eru að beita þessu, en ekki svona markvisst, að leita lausna með því að lesa sér til. Þegar ég byrjaði að kenna þetta þá fékk ég greinar til að lesa mér til um hvað þetta var, hvernig þetta var sett upp. Ég myndi vilja sjá það næsta vetur, bara umsjónaljósmæðrafræðslu. Mér finnst aðalmunurinn á náminu hér áður fyrr og nú vera sá að okkur var ekki kennt að leita að heimildum, við máttum varla hafa sjálfstæðar skoðanir. Já þetta var svolítið eins og í húsmæðraskólanum. Ólafía: Svo aftur á móti þá upplifi ég að manni er meira en velkomið að hafa skoð- anir, að vera gagnrýnin í hugsun og spyrja spurninga og það er vel tekið á móti því. Maður þurfti að leita að heimildum og færa rök fyrir því sem maður var að gera. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur námið í framtíðinni? Ólafía: Er ekki verið að tala um að það eigi eftir að verða 5 samfelld ár og að ljósmóðir verði þá með meistaragráðu? Ég held að það sé svo sem ekkert endilega verra en ég veit það ekki af því að ég sjálf hefði ekki getað hugsað mér að fara í þetta nám nema að vera með einhverja starfsreynslu, en svo hentar það sumum kannski að fara beint, þetta er svo einstaklingsbundið. En ég er voðalega þakklát að vera hvoru tveggja. Guðrún: Ég átta mig ekki alveg á þessu, það má ekki vera á kostnað þess að það verði minna verklegt og meira bóklegt, þannig að ég átta mig ekki alveg á því hversu mikið það muni verða. Ef þær verða meistarar verða þær þá með miklu lengri tíma til að skrifa verkefnið á kostnað verk- lega tímabilsins? Ég mundi alla vega sjálf ekki vilja vera án beggja réttindanna. Sumir segja að það sé betra að fá þær beint inn sem ætla sér að læra þetta en ekki vera búin að litast af hjúkruninni, maður heyrir svona allskonar, ég held að það sé algjör undan- tekning ef það er. Það er svo rosalegur þekkingargrunnur sem er kominn inn í stéttina. Þetta er oft búið að vera svo mikill draumur þeirra að læra ljósmóðurfræði að það ætti ekki að lita þær þó að þær séu búnar að vera hjúkrunar- fræðingar því þær eru bara þarna komnar til að verða ljósmæður. Að minnsta kosti langflestar af þeim sem útskrifast sem ljós- mæður hugsa „vá nú er ég orðin ljósmóðir sem mig hefur alltaf langað að vera” Ólafía: Já ég held það líka af því að þetta er rosalega sértækt, við Guðrún ætluðum kannski ekkert endilega að verða ljós- mæður, en maður fór samt í þetta. Maður hugsaði með sér ég er komin í þetta nám og ég ætla að verða góð í þessu, maður er með metnað í því að gera þetta vel, svo ég held að hjúkrunarreynslan mín hafi ekkert gert nema gott, ég get ekki séð að ég hafi orðið verri ljósmóðir af því að ég er með hjúkr- unarmenntun. Guðrún: Þær sem hafa komið beint úr hjúkr- un, þá er ég að hugsa ef þetta verður svona að þær fari 3 ár í hjúkrun og svo beint í ljós- móðurfræði, þá fáum við enga með reynslu þær eru bara oft á tíðum lengur að tileinka sér starfið og yfirsýnina. Ég veit það ekki, ég hef ekki talað mikið um þessa breytingu á náminu, en ég verð svolítið hrædd við hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.