Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 19
19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
og í hlutfalli stöðva með ískóði en
með hámörkum að auki árin 1998 og
2001 (5. mynd). Meðalfjöldi ískóðs
á stöð er hærri en heildarmeðal-
talið sérhvert þessara ára (p<0,05).
Hlutfall stöðva með ískóði minnkar
marktækt með vaxandi botnhita
(6. mynd, p<0,001) og undanfar-
in hlýindaár hefur hlutfallið verið
hvað lægst, eða með öðrum orð-
um útbreiðslan hvað afmörkuðust.
Meðalfjöldi ískóðs á stöð minnkar
einnig með hækkandi hitastigi en
þar er ekki um að ræða tölfræðilega
marktæka fylgni (6. mynd).
Ískóð fékkst í botnvörpu við botn-
hita á bilinu –1,6 til 5,2ºC en fjöldi á
stöð var yfirleitt mestur milli –0,5 og
2,5ºC (7. mynd a). Með hækkandi
botnhita minnkuðu marktækt líkur
á því að ískóð veiddist (p < 0,0001).
Ískóð fékkst á breiðu dýptarbili eða
frá 55–480 m en mest var veiðin á
200–450 m dýpi og við um 100 m (7.
mynd b). Líkur á að veiða ískóð juk-
ust marktækt með auknu dýpi að
hámarki sem var á um 400 m dýpi
(p < 0,0001).
Lengdardreifing ískóðs í stofn-
mælingu var á bilinu 5–32 cm (8.
mynd). Toppur var á bilinu 14–15
cm en sameinað meðaltal allra mæl-
inga var 15,6 cm. Lengdardreifing
frá einstökum árum (t.d. 2003, en
frá því ári voru flestar mælingar)
benda til þess að í sumum árum
kunni að vera tvö hámörk á lengdar-
dreifingunni, þ.e. við um 14–15 cm
og um 19–20 cm (8. mynd).
Seiðaleiðangrar
Aðeins fengust 385 ískóð í 73 (1,1%)
af þeim 6.678 togum sem tekin
voru með flotvörpu á 30 ára rann-
sóknartíma. Stærsta togið hafði að
geyma 55 ískóð (2–4 cm að lengd)
og var tekið árið 1980 yfir austur-
grænlenska landgrunninu (66º38’
N, 32º33’ V) þar sem hiti nálægt
yfirborði var 1,5ºC (4. mynd). Ískóð
fékkst á mestum fjölda stöðva árin
1991 (12 stöðvar, 72 fiskar) og 1997
(10 stöðvar, 42 fiskar).
Ískóð fékkst í flotvörpu aðallega
í sunnanverðu Grænlandssundi,
frá brún íslenska landgrunnsins
norðvestur af Vestfjörðum og yfir á
austur-grænlenska landgrunnið (4.
og 9. mynd) þar sem yfirborðshiti
var á bilinu –1,0 til 7,5ºC. Syðst
fékkst ískóð í seiðaleiðangri yfir
austur-grænlenska landgrunninu á
66º36’N, 39º08’V við 5,2ºC yfirborðs-
hita. Þar var um að ræða stakan fisk,
10 cm að lengd.
Ískóð sem veiddist í flotvörpu var
2–19 cm að lengd. Lengdardreifingin
sýnir áberandi topp við 3 cm og
hugsanlega annan minni við 6 cm.
Ískóð undir 7 cm er talið seiði á
fyrsta ári29 og lengdarmælingar úr
seiðaleiðöngrum sýna að langflest
ískóðin (85%) voru af því stigi (8.
mynd).
UMRÆÐA
Meginhluti hlýja Atlantssjávarins
sem berst með Irmingerstraumi
norður með vesturströnd Íslands
5. mynd. Hlutfall stöðva (%) þar sem ískóð fékkst í botnvörpu og meðalfjöldi ískóðs á stöð
á meginútbreiðslusvæðinu í mars 1985–2013. – Percentage of stations with polar cod and
the mean number of polar cod per station in Groundfish Surveys in March 1985–2013.
6. mynd. Samband milli hlutfalls (%) stöðva þar sem ískóð fékkst í stofnmælingu og með-
albotnhita á meginútbreiðslusvæði ískóðs (vinstri y-ás, rauðar tölur) og milli meðalfjölda
ískóðs á stöð og meðalbotnhita (hægri y-ás, bláar tölur). Niðurstöður á myndinni eru sýnd-
ar með tölustöfum sem gefa til kynna athugunarár (þ.e. 85=1985, 86=1986 o.s.frv.). – The
relationship between percentage of stations with polar cod and average bottom temperature
(left y-axis, red numbers) and between the mean number of polar cod per station and
average bottom temperature (right y-axis, blue numbers). Results on the scatterplot are
shown with numbers which also denote the year of observation (85=1985, 86=1986 and so
on).