Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 19
19 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og í hlutfalli stöðva með ískóði en með hámörkum að auki árin 1998 og 2001 (5. mynd). Meðalfjöldi ískóðs á stöð er hærri en heildarmeðal- talið sérhvert þessara ára (p<0,05). Hlutfall stöðva með ískóði minnkar marktækt með vaxandi botnhita (6. mynd, p<0,001) og undanfar- in hlýindaár hefur hlutfallið verið hvað lægst, eða með öðrum orð- um útbreiðslan hvað afmörkuðust. Meðalfjöldi ískóðs á stöð minnkar einnig með hækkandi hitastigi en þar er ekki um að ræða tölfræðilega marktæka fylgni (6. mynd). Ískóð fékkst í botnvörpu við botn- hita á bilinu –1,6 til 5,2ºC en fjöldi á stöð var yfirleitt mestur milli –0,5 og 2,5ºC (7. mynd a). Með hækkandi botnhita minnkuðu marktækt líkur á því að ískóð veiddist (p < 0,0001). Ískóð fékkst á breiðu dýptarbili eða frá 55–480 m en mest var veiðin á 200–450 m dýpi og við um 100 m (7. mynd b). Líkur á að veiða ískóð juk- ust marktækt með auknu dýpi að hámarki sem var á um 400 m dýpi (p < 0,0001). Lengdardreifing ískóðs í stofn- mælingu var á bilinu 5–32 cm (8. mynd). Toppur var á bilinu 14–15 cm en sameinað meðaltal allra mæl- inga var 15,6 cm. Lengdardreifing frá einstökum árum (t.d. 2003, en frá því ári voru flestar mælingar) benda til þess að í sumum árum kunni að vera tvö hámörk á lengdar- dreifingunni, þ.e. við um 14–15 cm og um 19–20 cm (8. mynd). Seiðaleiðangrar Aðeins fengust 385 ískóð í 73 (1,1%) af þeim 6.678 togum sem tekin voru með flotvörpu á 30 ára rann- sóknartíma. Stærsta togið hafði að geyma 55 ískóð (2–4 cm að lengd) og var tekið árið 1980 yfir austur- grænlenska landgrunninu (66º38’ N, 32º33’ V) þar sem hiti nálægt yfirborði var 1,5ºC (4. mynd). Ískóð fékkst á mestum fjölda stöðva árin 1991 (12 stöðvar, 72 fiskar) og 1997 (10 stöðvar, 42 fiskar). Ískóð fékkst í flotvörpu aðallega í sunnanverðu Grænlandssundi, frá brún íslenska landgrunnsins norðvestur af Vestfjörðum og yfir á austur-grænlenska landgrunnið (4. og 9. mynd) þar sem yfirborðshiti var á bilinu –1,0 til 7,5ºC. Syðst fékkst ískóð í seiðaleiðangri yfir austur-grænlenska landgrunninu á 66º36’N, 39º08’V við 5,2ºC yfirborðs- hita. Þar var um að ræða stakan fisk, 10 cm að lengd. Ískóð sem veiddist í flotvörpu var 2–19 cm að lengd. Lengdardreifingin sýnir áberandi topp við 3 cm og hugsanlega annan minni við 6 cm. Ískóð undir 7 cm er talið seiði á fyrsta ári29 og lengdarmælingar úr seiðaleiðöngrum sýna að langflest ískóðin (85%) voru af því stigi (8. mynd). UMRÆÐA Meginhluti hlýja Atlantssjávarins sem berst með Irmingerstraumi norður með vesturströnd Íslands 5. mynd. Hlutfall stöðva (%) þar sem ískóð fékkst í botnvörpu og meðalfjöldi ískóðs á stöð á meginútbreiðslusvæðinu í mars 1985–2013. – Percentage of stations with polar cod and the mean number of polar cod per station in Groundfish Surveys in March 1985–2013. 6. mynd. Samband milli hlutfalls (%) stöðva þar sem ískóð fékkst í stofnmælingu og með- albotnhita á meginútbreiðslusvæði ískóðs (vinstri y-ás, rauðar tölur) og milli meðalfjölda ískóðs á stöð og meðalbotnhita (hægri y-ás, bláar tölur). Niðurstöður á myndinni eru sýnd- ar með tölustöfum sem gefa til kynna athugunarár (þ.e. 85=1985, 86=1986 o.s.frv.). – The relationship between percentage of stations with polar cod and average bottom temperature (left y-axis, red numbers) and between the mean number of polar cod per station and average bottom temperature (right y-axis, blue numbers). Results on the scatterplot are shown with numbers which also denote the year of observation (85=1985, 86=1986 and so on).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.