Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 20
Náttúrufræðingurinn 20 sveigir undan Vestfjörðum til vest- urs í átt að Grænlandi, en minni grein, Norður-Íslandsstraumur, streymir áfram til norðurs/norð- austurs inn á landgrunnið fyrir norðan land (9. mynd). Yfir land- grunni Austur-Grænlands og með landgrunnsbrúninni flytur Austur- Grænlandsstraumurinn suður á bóginn pólsjó sem á uppruna sinn í Norður-Íshafinu. Þriðja mikilvæga sjógerðin við Ísland er svokall- aður svalsjór. Hann myndast við blöndun Atlantssjávar og pólsjávar og finnst bæði á landgrunninu og utan þess fyrir norðvestan, norðan og norðaustan Ísland. Við botn fékkst ískóð aðallega á ytri hluta landgrunnsins fyrir norð- vestan og norðan landið (3. mynd). Í yfirborðslögum fékkst ískóð (að langmestum hluta seiði á fyrsta ári) í suðurhluta Grænlandssunds, þ.e. djúpt undan Vestfjörðum og yfir landgrunni Austur-Grænlands (4. mynd). Þessi útbreiðsla endurspeglar hinar sjófræðilegu aðstæður sem lýst er að ofan og styrkir kenningar um austur-græn- lenskan uppruna ískóðs við Ísland. Djúpt undan Vestfjörðum eru straumaskil hins tiltölulega hlýja Norður-Íslandsstraums og hins kalda Austur-Grænlandsstraums. Hafísinn sem næstum árlega verður vart undan Vestfjörðum og vest- anverðri norðurströndinni mynd- ast aðeins að litlu leyti á staðnum. Megnið af þessum ís kemur frá Norður-Íshafinu og berst síðan með Austur-Grænlandsstraumnum suð- ur með austurströnd Grænlands.30 Frá Grænlandssundi yfir á íslenska landgrunnið eru aðeins um 60–70 sjómílur og eftir haf- og veðurskil- yrðum getur hafís auðveldlega borist frá Austur-Grænlandi yfir sundið og til Íslands.31 Ískóð hrygn- ir nálægt yfirborði, í námunda við ísinn og undir honum, í desember- -mars en hámark hrygningar er yfir- leitt í janúar-febrúar.32–34 Rétt eins og hafís kunna egg, lirfur og ungviði ískóðs að berast frá ísröndinni í Austur-Grænlandsstraumnum og inn á íslenska landgrunnið norð- vestan- og norðanlands. Takmörkuð 7. mynd. Samband botnhita og fjölda ískóðs á stöð (a) og samband botndýpis og fjölda ískóðs á stöð (b) í mars 1985–2013. Heila græna línan á myndunum sýnir hlutfallslegar líkur á að veiða ískóð sem fall af hitastigi (a) og dýpi (b). Brotnu línurnar sýna 95% öryggismörk. – The relationship between number of polar cod per station and temperature (a) and depth (b). Green lines show the fitted mean probability of catching polar cod as a function of temperature and depth. Broken green lines show 95% confidence limits. 8. mynd. Lengdardreifing ískóðs í stofnmælingum botnfiska í mars 1996–2013 (blá lína) og seiðarannsóknum í ágúst 1974–2003 (rauð lína). – Length frequency distribution of polar cod in the Icelandic Groundfish Surveys in March 1996–2013 (blue line) and in the 0-group surveys in August 1974–2003 (red line).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.