Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 20
Náttúrufræðingurinn 20 sveigir undan Vestfjörðum til vest- urs í átt að Grænlandi, en minni grein, Norður-Íslandsstraumur, streymir áfram til norðurs/norð- austurs inn á landgrunnið fyrir norðan land (9. mynd). Yfir land- grunni Austur-Grænlands og með landgrunnsbrúninni flytur Austur- Grænlandsstraumurinn suður á bóginn pólsjó sem á uppruna sinn í Norður-Íshafinu. Þriðja mikilvæga sjógerðin við Ísland er svokall- aður svalsjór. Hann myndast við blöndun Atlantssjávar og pólsjávar og finnst bæði á landgrunninu og utan þess fyrir norðvestan, norðan og norðaustan Ísland. Við botn fékkst ískóð aðallega á ytri hluta landgrunnsins fyrir norð- vestan og norðan landið (3. mynd). Í yfirborðslögum fékkst ískóð (að langmestum hluta seiði á fyrsta ári) í suðurhluta Grænlandssunds, þ.e. djúpt undan Vestfjörðum og yfir landgrunni Austur-Grænlands (4. mynd). Þessi útbreiðsla endurspeglar hinar sjófræðilegu aðstæður sem lýst er að ofan og styrkir kenningar um austur-græn- lenskan uppruna ískóðs við Ísland. Djúpt undan Vestfjörðum eru straumaskil hins tiltölulega hlýja Norður-Íslandsstraums og hins kalda Austur-Grænlandsstraums. Hafísinn sem næstum árlega verður vart undan Vestfjörðum og vest- anverðri norðurströndinni mynd- ast aðeins að litlu leyti á staðnum. Megnið af þessum ís kemur frá Norður-Íshafinu og berst síðan með Austur-Grænlandsstraumnum suð- ur með austurströnd Grænlands.30 Frá Grænlandssundi yfir á íslenska landgrunnið eru aðeins um 60–70 sjómílur og eftir haf- og veðurskil- yrðum getur hafís auðveldlega borist frá Austur-Grænlandi yfir sundið og til Íslands.31 Ískóð hrygn- ir nálægt yfirborði, í námunda við ísinn og undir honum, í desember- -mars en hámark hrygningar er yfir- leitt í janúar-febrúar.32–34 Rétt eins og hafís kunna egg, lirfur og ungviði ískóðs að berast frá ísröndinni í Austur-Grænlandsstraumnum og inn á íslenska landgrunnið norð- vestan- og norðanlands. Takmörkuð 7. mynd. Samband botnhita og fjölda ískóðs á stöð (a) og samband botndýpis og fjölda ískóðs á stöð (b) í mars 1985–2013. Heila græna línan á myndunum sýnir hlutfallslegar líkur á að veiða ískóð sem fall af hitastigi (a) og dýpi (b). Brotnu línurnar sýna 95% öryggismörk. – The relationship between number of polar cod per station and temperature (a) and depth (b). Green lines show the fitted mean probability of catching polar cod as a function of temperature and depth. Broken green lines show 95% confidence limits. 8. mynd. Lengdardreifing ískóðs í stofnmælingum botnfiska í mars 1996–2013 (blá lína) og seiðarannsóknum í ágúst 1974–2003 (rauð lína). – Length frequency distribution of polar cod in the Icelandic Groundfish Surveys in March 1996–2013 (blue line) and in the 0-group surveys in August 1974–2003 (red line).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.