Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 53
53 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags að með henni má nýta landbúnaðar- úrgang og annað hráefni sem fellur til í miklu magni.6 Á síðari árum hefur áhugi manna beinst að framleiðslu á vetni úr svokölluðum flóknum lífmassa (e. lignocellulosic biomass) í stað þess að framleiða það úr einföld- um lífmassa (sykrum og sterkju). Meginástæðan er sú að notkun ein- falds lífmassa til vetnisframleiðslu setur hana í beina samkeppni við fóður- og matvælaframleiðslu, sem getur valdið hækkuðu matvæla- verði í heiminum.7 Flókinn lífmassi er í öllum plöntum og samanstend- ur af fjölliðunum beðmi (e. cellulose), hálfbeðmi (e. hemicellulose) og tréni (e. lignin).6 Þessi efni eru hins vegar samofin í lífmassanum og þau þarf því fyrst að aðskilja. Margvíslegar aðferðir eru notaðar til þess, svo sem meðhöndlun með vægri sýru eða basa auk hás hitastigs. Eftir efna- fræðilega formeðhöndlun þarf að vatnsrjúfa (e. hydrolyse) fjölliðurnar í einsykrur með ensímum og fjarlægja trénið sem er ógerjanlegt.6 Þessir efna- og ensímfræðilegu meginþætt- ir formeðhöndlunar eru mjög dýrir og mynda helsta flöskuhálsinn við vetnisframleiðslu í miklum mæli. Þessi þröskuldur er jafnframt ein helsta ástæða þess að vetnisfram- leiðslan hefur ekki náð þeim hæðum sem margir væntu. Þegar flókinn lífmassi er notað- ur sem hráefni til vetnisframleiðslu skiptir miklu máli að notaðar séu örverur með mjög breitt hvarfefna- svið. Hitakærar bakteríur eru þekkt- ar fyrir að geta brotið niður margar sykrur, þar á meðal pentósur, hex- ósur, tvísykrur, þrísykrur og jafn- vel fjölliður.8–12 Hæfni þeirra til að framleiða vetni úr flóknum lífmassa hefur því mikið verið rannsökuð á síðari árum. Þol þeirra við lágu og háu sýrustigi, auk þols við mikl- um styrk brennisteinssambanda, gerir þær enn áhugaverðari.13 Einn megingalli hitakærra bakt- ería er hins vegar algeng fram- leiðsla aukaafurða (e. by-products) á borð við mjólkursýru og etanól. Framleiðsluferlar þeim tengdir gefa ekki af sér vetni.8–13 Meginættkvíslir vetnisfram- leiðandi, hitakærra baktería eru Thermoanaerobacterium, Caldi cellu- losi ruptor og Thermotoga. Í þessari yfirferð er lýst þeim lífefnafræði- legu ferlum sem hitakærar bakteríur nota við vetnisframleiðslu og far- ið yfir helstu ættkvíslir þeirra sem og heimtur vetnis, bæði úr sykrum og úr flóknum lífmassa. Sérstaka umfjöllun fá hitakærar bakteríur sem hafa verið einangraðar úr hver- um á Íslandi. FRAMLEIÐSLA Á VETNI MEÐ GERJUN Bakteríur nota langoftast sykrur sem hráefni til að framleiða vetni. Önnur hvarfefni, svo sem amínó- sýrur og lífrænar sýrur, geta þó komið í stað þeirra. Sykrurnar eru 1. mynd. Einfaldað skema fyrir niðurbrot glúkósa við loftfirrtar aðstæður. Skammstöfun ensíma: ALDH = asetaldehýð-dehýdrógenasi; ADH = alkóhól-dehýdrógenasi; AK = asetat- -kínasi; FNOR = ferredoxín-oxídóredúktasi; H2-ase = hýdrógenasi; LDH = laktat- -dehýdrógenasi; PFOR = pýruvat-ferredoxín-oxídóredúktasi; PTA = fosfótransasetýlasi. Brotnar línur sýna flutning elektróna. – Simplified scheme for glucose degradation with anaerobic conditions. Abbreviations of enzymes: ALDH = acetaldehyde dehydrogenase; ADH = alcohol dehydrogenase; AK = acetate kinase; FNOR = ferredoxin oxidoreductase; H2-ase = hydrogenase; LDH = lactate dehydrogenase; PFOR = pyruvate ferredoxin oxidor- eductase; PTA = phosphotransacetylase. Dashed lines show electron transport.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.