Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 55
55 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags niður xýlan og niðurstöður bentu til þess að um væri að ræða nýja ættkvísl. Nú teljast níu tegundir til hennar: T. aciditolerans, T. aotearoense, T. saccharolyticum, T. thermosa- ccharolyticum, T. thermosulfurig- enes, T. xylanolyticum, T. fijiensis, T. polysaccharolyticum og T. zeae.16,17 Flestir stofnarnir hafa verið einangr- aðir úr heitum hverum, en sum- ir einnig úr heitu úrgangsvatni úr verksmiðjum.8,18–20 Þeir eru þekkt- ir fyrir mjög breitt hvarfefnasvið og framleiða blöndu af ediksýru, etanóli, mjólkursýru auk vetnis og koltvísýrings. Sumar bakteríurn- ar hafa verið rannsakaðar vegna hæfileika þeirra til að framleiða vetni, en oft framleiða bakteríurn- ar aukaafurðir sem leiðir til minni vetnisframleiðslu. T. thermosa- ccharolyticum framleiðir t.d. 2,19 til 2,37 mól af vetni úr hverju móli af xýlósa21 og 2,42 mól úr hverju móli af glúkósa.22 Thermotoga-ættkvíslinni var fyrst lýst árið 1986 þegar Thermotoga maritima var einangruð úr heitum hver á Ítalíu.23 Nú teljast 11 tegundir til ættkvíslarinnar: T. caldifontis, T. elfii, T. hypogea, T. lettingae, T. maritima, T. naphthophila, T. neapolitana, T. petr- ophila, T. profunda, T. subterranea og T. thermarum.16,17 Allar tegundirnar eru loftfælnar, háhitakærar og vaxa við hitastig sem er með því hæsta sem þekkist meðal baktería. Flestar hafa verið einangraðar úr neðan- sjávarhverum við mikinn þrýsting. Þær gerja sykrur aðallega í ediksýru, vetni og koltvísýring,24,25 en geta einnig myndað amínósýruna alan- ín.25 T. maritima framleiðir 4 mól af vetni úr 1 móli af glúkósa í lokaðri rækt, en við mjög lítinn hvarfefnis- styrk (0,1 g/L).26 T. neopolitana gefur af sér 3,85 mól í lokaðri rækt27 og T. elfii 3,3 mól í sírækt.28 Caldicellulosiruptor-ættkvíslinni var fyrst lýst árið 1994 þegar tegund- in Caldicellulosiruptor saccharolyticus var einangruð.12 Nú teljast níu tegundir til ættkvíslarinnar: C. acetigenus, C. bescii, C. changbaiens- is, C. hydrothermalis, C. kristjanssonii, C. kronotskyensis, C. lactoaceticus, C. owensensis og C. saccharolyticus.16,17 Af þessum níu voru þrjár, C. acetigen- us, C. lactoaceticus og C. kristjanssonii, einangraðar á Íslandi. Allar þessar tegundir eru háhitakærar, rétt eins og Thermotoga, og hafa verið einangr- aðar úr heitum hverum og setlögum í vötnum.12,29 Caldicellulosiruptor- tegundirnar hafa tiltölulega breitt hvarfefnasvið og geta brotið niður fjölliður eins og sellulósa og xýlan, öfugt við Thermoanaerobacterium og Thermotoga. Margar framleiða ein- göngu ediksýru, vetni og koltvísýr- ing og teljast því ásamt Thermotoga til bestu vetnisframleiðenda sem nú þekkjast. C. saccharolyticus og C. owensensis hafa aðallega verið rann- sakaðar með tilliti til vetnisfram- leiðslugetu. C. saccharolyticus fram- leiðir 2,5 til 3,6 mól af vetni fyrir hvert mól af glúkósa30–32 og 2,7 mól af xýlósa.30 Dæmi um aðrar bakteríutegund- ir sem hafa verið rannsakaðar með tilliti til vetnisframleiðslu eru Clostridium,33,34 Thermo anaerobacter,35 Calora mator,36 Caldanaerobacter,37 og fornbakteríurnar Thermococcus38 og Pyrococcus.39 UMHVERFISÞÆTTIR SEM HAFA ÁHRIF Á VETNIS- FRAMLEIÐSLU Margir umhverfisþættir hafa áhrif á vetnisframleiðslu hjá gerjandi bakt- eríum. Þeirra á meðal er hitastig. Með hækkandi hitastigi aukast lík- urnar á vetnisframleiðslu og auka- afurðum fækkar, sem aftur leiðir til meiri vetnisframleiðslu. Sýrustig er annar umhverfisþáttur sem skiptir miklu máli, sérstaklega ef ræktun fer fram í lokuðu kerfi. Meginá- stæðan er sú að vetnisframleiðslu fylgir ediksýrumyndun, sem lækkar sýrustig ræktunarvökvans.40 Koma má í veg fyrir þetta með notkun búffers í ætum (oftast fosfats). Fosfat getur hins vegar haft neikvæð áhrif á bakteríuvöxt ef styrkur hans er hafður of mikill. Sömuleiðis reynist mikill upphafsstyrkur hvarfefnis/ kolefnagjafa oft vaxtarhindrandi fyrir hitakærar bakteríur. Oft liggja þolmörkin á milli 10 til 50 mM.10,40– 41 Hindrunin getur ýmist verið bein eða óbein vegna lágs sýrustigs og sýrumyndunar eða vegna hlut- þrýstings vetnis. Vetni sem mynd- ast í lokaðri rækt safnast upp í gas- fasa ræktunarglasanna og hindrar smám saman virkni þeirra ensíma sem taka þátt í vetnisframleiðsl- unni. Aukinn styrkur vetnis ýtir einnig undir framleiðslu annarra afoxandi myndefna sem taka við elektrónum sem losna við oxun á hvarfefninu/kolefnisgjafanum (oftast glúkósi).36,40 Ein leið til að hámarka vetnisframleiðslu er að fjarlægja jafnóðum allt vetni sem framleitt er. Í rannsókn á bakter- íunni T. tengcongensis náðu rann- sakendur að hámarka vetnisfram- leiðslu úr glúkósa og ná allt að 4 mólum af vetni úr hverju móli af glúkósa með því að láta köfnunar- efni flæða stöðugt í gegnum rækt- unartankinn.35 Augljóslega verður þó að skilja vetnið frá köfnunarefn- inu í slíkum kerfum ef á að nýta það frekar. VETNI ÚR FLÓKNUM LÍFMASSA Sá hæfileiki hitakærra baktería að geta framleitt vetni úr margvís- legum sykrum hefur lengi verið þekktur en stutt er síðan menn fóru að rannsaka slíka framleiðslu úr flóknum lífmassa, svo sem úr hálmi sem fellur til bæði við hveiti- og byggframleiðslu, úr grasi, pappír og hampi. Lífmassinn er formeðhöndl- aður á mismunandi máta en oftast er um að ræða veik sýru- eða basa- böð. Styrkur hýdrólýsata sem fást er mjög breytilegur en þó oftast á bil- inu 0,2% til 15,0% (w/v). Ýmist eru notaðar hreinræktir eða blandaðar ræktir, bæði á mjög litlum skala, frá nokkrum tugum millilítra í lokuðu kerfi (e. batch culture), og stærri, frá nokkur hundruð millilítrum upp í nokkra lítra. Þegar stærri skali er notaður eru ræktin oftast notuð skammtarækt (e. fed-batch culture) eða sírækt (e. continuous culture). Hér verður ekki kafað djúpt í útfær- slur vetnisframleiðandi ræktunar- kerfa heldur vísað í nýlegar yfirlits- greinar um viðfangsefnið.1–6 Eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.