Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 8
H a n n e s P é t u r s s o n 8 TMM 2010 · 3 skáldið. Og þeirri hugsjón sór hann enn einu sinni trúnað, nú frammi fyrir náttúrufegurð Bláskógavegar á logagullinni vornótt. Ekki er í alla staði geðfellt að líkja dýrð vornætur við skjálfandi skar í samanburði við framfarir fyrir tilstuðlan hins gullna gjalds, að gull bankanna skuli taka fram gulli guðs sólar. En margur fyrirgefur jafnvel svæsnustu öfgar í skáldskap, séu þær meistaralega fram settar. Og meistaralegt er sjónarhornið sem tengist öfgum Einars Benedikts­ sonar á þessum stað og kemur fram í næstfyrsta erindi Bláskógavegar: skáldið virðist horfa hátt úr lofti yfir Vatnajökul, lesandi getur ályktað að það sjái jökulinn í svipaðri mynd og hann birtist á Íslandskortinu sem mest og bezt var á öndverðum dögum þess, uppdrættinum fræga eftir Björn Gunnlaugsson. Þar minnir Vatnajökull hálfvegis á stórskorið hjarta úr ísi („ísnegg“) og fljótin falla þaðan eins og bæði áður og síðan að tvennum höfum, suður og suðvestur um, norður og norðaustur um, til hafsins fyrir sunnan land og hafsins við hinar norðlægari strendur, æðar, slagæðar út frá jökulhjartanu stóra. Einar Benediktsson hafði dreymt að þær æðar, sér í lagi Jökulsá á Fjöllum og Þjórsá sem að nokkru þiggur megin sitt úr Vatnajökli, veittu kraft til athafna. En þegar hann orti lofsönginn um Bláskógaveg biðu öfl Vatnajökuls, marmarans bjarta, enn „síns upprisudags í gröfum“ og á straumnið fallvatnanna þaðan, á lífsteikn jökulsins, hlustuðu öræfin í þögn. 4. Orðið ísnegg, íshjarta, mun Einar Benediktsson hafa smíðað líkt og mörg fleiri og notað fyrst um kalt hugarþel í kvæðinu Hljóðaklettum (1905): „eins getur eitt kærleikans almáttugt orð/ íshjartað kveðið frá dauðum.“ Um sömu mundir bjó hann til skyldar orðmyndir, fosshjarta í kvæðinu Dettifossi og eldhjarta í Heklusýn, báðar tvær í því skyni að þjappa saman hugmyndinni um reginorku, annars vegar fallvatns, hins vegar jarðelds. Af þeim sökum er eðlilegt að hann skyldi ljá orðinu íshjarta nýja merkingu, láta það tákna jökul sem slær eins og hjarta, því frá honum streyma fallvötn jafnt og þétt í líkingu blóðs um æðar. Hugmyndin um jökla landsins sem uppsprettu nýtanlegrar orku vaknaði snemma með Einari Benediktssyni. Í sérstöku ávarpi til sólarinnar í áðurnefndu kvæði, Aldamótum, segir: Skapaðu’ úr klakanum læk og lind og lífsflóð úr jökulsins serki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.