Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2010 · 3 Gunnar Kristjánsson Hermt frá guðsglímu Árni Bergmann: Glíman við Guð. Bjartur, 2008. „Nú herm frá trúarbrögðum þínum mér.“ Þannig þýðir Bjarni frá Vogi eina þekktustu spurningu í þýskum bókmenntum, Grétuspurninguna, eða spurn­ inguna sem Gréta ber upp við Fást („Nun sag, wie hast du’s mit der Religion?“ I. 3415.) Hún á ekki von á miklu enda er spurningum um trú ekki auðsvarað og þá allra síst spurningum um Guð enda fær Gréta ekki óyggjandi svör frá Fást þar sem höfundurinn Jóhann Wolfgang von Göthe hafði ekki skýr svör á reiðum höndum við slíkri spurningu þótt annað kæmi á daginn í uppfærslu Borgarleikhússins s.l. vetur. Glímu mannsins við Guð linnir ekki, hún birtist í ýmsum myndum allt frá því Jakob, einn ættfeðra Ísraelsmanna, glímdi við „mann“ nokkurn heila nótt samkvæmt Fyrstu Mósebók og hafði sigur. En þegar sól rann upp kom í ljós að maður þessi var Guð, Jakob gekk haltur eftir glímuna „vegna mjaðmarinnar“. Það felst í sögunni að glíman er ekki aðeins hugarleikfimi heldur er maðurinn allur undir lagður, líkami og sál, allt sem honum heyrir til, tilvist hans öll mætti jafnvel segja. Þannig er glíma mannsins við Guð, þar er ekkert undan skilið. Og spyrja mætti hvort nokkur maður geti verið hér stikkfrí. Sögur af þessum viðskiptum eru því margar en langt er síðan Guð hefur mætt mann­ inum sem jafningi eins og í þessari sögu. Mynd mannsins af Guði tekur breytingum og þar af leiðandi einnig sú glíma sem hann er boðaður til. Það var ekki að ástæðulausu að Karen Armstrong, fyrrverandi nunna, tók sig til og skrifaði Sögu Guðs (1993), sem varð metsölu­ bók, undirtitill bókarinnar er Frá Abraham til samtímans: fjögurþúsund ára leit að Guði. Þar er hennar eigin glímu einnig lýst. Grétuspurningin er sjaldan langt undan, það sýnir meðal annars sá bókafjöldi sem um efnið birtist á öllum heimsins tungumálum og margar þeirra lenda á metsölulistunum. Þeir sem hafa ótvírætt svarað spurningunni um tilvist Guðs játandi telja það kannski ekki lengur eins sjálfsagt og áður og þeir sem töldu afdráttarlaust nei vera rétta svarið eru einnig í óvissu. Guðshugtakið hefur ekki reynst guðfræðingum tuttugustu aldar auðvelt viðfangs, enda hefur trúin og allt sem henni heyrir til sjaldan ef nokkurn tíma lifað eins erfiða tíma og frá lokum nítjándu aldar og fram eftir allri tuttugustu öld, þá stóð ein lengsta og skæðasta aðför að guðdóminum sem vestræn menn­ ing hefur séð. Heimspekingarnir túlkuðu Guð sem spegilmynd mannsins (Feuerbach), ópíum fyrir fólkið (Marx) og sálfræðingar sem sjálfsblekkingu mannsins sem neitar að þroskast (Freud). „Guð er dauður og við höfum drepið hann“ sagði prestssonurinn Friedrich Nietzsche, lengra varð ekki komist í þá átt. Vísindin fóru sigurför um menningarsviðið, listin var ný trú og listamenn­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.