Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 120
D ó m a r u m b æ k u r 120 TMM 2010 · 3 húmor. Kristján fylgir fordæmi Sveinbjarnar og þýðir verkið yfir á lausamál eins og Haukur Hannesson gerði í þýðingu sinni á Eneasarkviðu sem út kom fyrir áratug. Hann rökstyður þá ákvörðun í lok inngangsins en sýnir lesendum um leið hvernig niðurlag verksins gæti hljómað, væri það þýtt undir frumhætt­ inum. Þetta sýnishorn er réttnefnd hungurvaka – það er lipurt og glæsilegt í senn og ekki laust við að mann langi til að sjá meira af svo góðu. Þýðandinn virðist reyndar gefa ádrátt um að til þess gæti komið – og væri það enn að for­ dæmi Sveinbjarnar sem á efri árum tók til við Hómersþýðingar í bundnu máli, reyndar undir fornyrðislagi. En í bili látum við okkur nægja lausamálsþýðingu Kristjáns, enda er það síður en svo rýrt hlutskipti. Í umfjöllun sinni um Hómersþýðingarnar í fyrrnefndri grein nefnir Kristján hversu vel Sveinbirni tókst upp við að nota orðfæri íslenskra fornbókmennta til þess að endurspegla fornlegan blæ frumtextans. Sveinbjörn þurfti á stundum að „teygja aðeins á slíkum orðum“ eins og Kristján orðar það, „til að þau nái til grískunnar“ og jafnframt iðkaði hann að setja saman ný orð að fornri fyrir­ mynd. Slík orðasmíð er ekki einkenni á þýðingu Kristjáns, enda býr hann, þýðandi við upphaf 21. aldar, að hefð sem segja má að Sveinbjörn sé upphafs­ maður að. Það þarf til dæmis ekki lengi að lesa í Ummyndunum áður en fyrir verður orðið ‘ljósvaki’ – í allri sinni fegurð – og er á sínum stað í lýsingu á til­ urð heimsins. Manni verður hugsað til orðasmiðsins Jónasar Hallgrímssonar, sem var nemandi Sveinbjarnar og skóp þetta orð þegar hann þýddi stjörnu­ fræði Úrsíns á íslensku, en jafnframt má hugleiða út frá þessu eina orði þá list sem virðist leika í höndum Kristjáns, að koma klassíkinni til okkar á léttu og leikandi nútímamáli sem er auðugt án rembings og ber áreynslulaust í sér hefð og auðlegð tungunnar. Eftirtektarvert er hvernig hann leggur sig fram um að veita inn í textann margbreyttum og misgömlum orðaforða. Til dæmis má taka, að um þá skepnu sem er hálfur hestur og hálfur maður hefur Kristján bæði orðið ‘kentár’ og ‘elgfróði’ en fyrirbærið hét ‘bergrisi’ í Hómersþýðingum Sveinbjarnar. Eða þegar hann velur orðalagið ‘þrem sinnum’ í stað hins nútímalega ‘þrisvar’ þegar Medea svæfir drekann: „Eftir að hún hafði skvett yfir hann óminnissafa sérstakrar jurtar og haft yfir þrem sinnum orðin sem valda værum blundi …“(194). Þannig er nostrað við stórt og smátt með þeim árangri að setningar hrynja eðlilega, samfella er í stílnum en jafnframt ekkert lát á orðgnóttinni. Þetta er úrvalsþýðing. Þýðingarstarfið sjálft er ein tegund ummyndana og nauðsynlegt viðgangi bókmenntanna. En þess utan ummyndast bókmenntir í myndir, myndir í tóna og þannig áfram þvers og kruss. Óvíd endurtúlkaði grísku sagnirnar, bjó þeim nýjan búning hetjulagsins og skóp þeim langlífi sem útbreiðsla latínunnar í Evrópu gulltryggði. Þar með var kominn sameiginlegur brunnur sem skáld og listamenn álfunnar sóttu stöðugt í með þeim afleiðingum að heimsókn í listasafn á meginlandinu leiðir iðulega til stefnumóts við einhverjar af hinum litríku persónum Ummyndananna. Íslensku þýðingunni fylgja ætingar úr franskri útgáfu verksins frá 1770 sem byggðar eru á teikningum eftir þarlenda málara og gefa hugmynd um þennan myndheim. Og enn verða til ný verk á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.