Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 79
N o k k u r o r ð u m S i g f ú s D a ð a s o n TMM 2010 · 3 79 Eða eins og Þorsteinn Þorsteinsson segir í bók sinni Ljóðhús: „Eftilvill mætti kalla „Dægurlag“ djassútsetningu á vissum stefjum í Tímanum og vatninu.“ Með stórvirki Þorsteins um ljóð Sigfúsar og reyndar ljóðlist yfirleitt, finnst mér eins og hafi opnast skýr vitund um fjölbreytileika Sigfúsar og möguleikana að lesa hann á þann eina hátt sem hæfir stórskáldum, fjöl­ breytilegan hátt. Og einn af mörgum kostum bókar Þorsteins er einmitt að opna lestur á þessum ljóðum en læsa þau ekki inni í einhvers konar „réttum lestri“ innan gæsalappa. Ljóð Sigfúsar eru ein traustasta byggingin í íslenskri nútímaljóðlist og þola bæði nýja skoðun og jarðskjálfta nýrra tíma. Sigfús er nefnilega bæði snjall verkfræðingur með burðarþol sem sérgrein auk þess að vera listagóður arkitekt með fegurri línu á ytra borði byggingar en flestir. Í ljóðum hans er gjarnan firna sterk spenna milli skapheitrar skynsemi og formaðra tilfinninga. Þegar menn segja að Sigfús sé heimspekilegt skáld, finnst mér stundum átt við að hann sé kaldhamraður. Það finnst mér ekki. Vissulega ætlast hann til þess að ljóðlistin geti hugsað, að hægt sé að nota ljóð sem tæki til þess að hugsa í víðri merkingu. Ekki bara tæki til að miðla hughrifum og formlausum kenndum heldur líka að miðla umhugsun um hughrif. Ljóðin eru tungumálslegur snertipunktur einstaklings og heildar, nútíðar og fortíðar, kennda og skynsemdar, þau eru greinargerð fyrir sambandi manns og veraldar, Þennan mikla metnað hafði Sigfús fyrir hönd ljóðlistarinnar og gerði hana öðrum betur jafnréttháa hinum greinum bókmenntanna; skáldsögu, ritgerð, leikriti o.s.frv. Með ljóðum sínum setti hann þeim sem á eftir komu markið hátt og sýndi í verki hraustlegan metnað fyrir hönd ljóðlistarinnar. Sigfús Daðason var kannski ekki heilsuhraustur en mér fannst hann alltaf vera andlegt hraustmenni. En Sigfús var ekki bara ljóðskáld. Hann var áhrifamikill útgefandi, rit­ stjóri, þýðandi auk þess að vera einn fremsti ritgerðasmiður aldarinnar. Ég kynntist honum fyrst sem útgefanda. Hann gaf út mína fyrstu bók. Það var mjög lærdómsríkt. Frá því að hann samþykkti handritið til útgáfu og þar til bókin kom út leið langur tími. Ég fór að ókyrrast og gekk á fund Sigfúsar þegar ég var kominn til landsins. Ég vildi ekki vera óhóflega framhleypinn og átti erfitt með að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.