Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 103
Á d r e p u r TMM 2010 · 3 103 opinbert leyndarmál að fornleifum er mokað burtu eða þær skemmdar vegna þess að það er einfaldlega ekki raunhæft að bændur og minni framkvæmda­ aðilar borgi tugi milljóna fyrir fornleifarannsóknir vegna framkvæmda sem hlaupa á hundruðum þúsunda. Slík skattlagning yrði lauflétt byrði ef miðað væri við að hún skilaði tekjum sem væru sambærilegar við það sem eytt er til fornleifarannsókna á landinu í dag, og raunar einnig þó markið væri sett hærra, og hún væri hagkvæmari fyrir framkvæmdaaðila en núverandi kerfi því með þessu væru þeir í raun að kaupa sig frá óvissu og töfum sem geta hlotist af fornleifarannsóknum. Þetta kerfi myndi því aðeins virka að tryggt væri að féð sem þannig safnað­ ist yrði sett í hendur þeirra sem hafa hag af því að fullvinna fornleifarann­ sóknir. Það eru þeir fornleifafræðingar sem skilgreina sig sem vísindamenn, þeir sem keppast við að birta niðurstöður sínar, skrifa greinar og bækur, þróa skýringar og kenningar, taka þátt í umræðum, geta miðlað bæði til almennings og fræðasamfélags. Það yrðu hagsmunir þeirra að sjá fyrir hvar framkvæmdir eru líklegar til að bera niður næst og gera skynsamlegar áætlanir um rann­ sóknir á fornleifum á slíkum svæðum. Það vill til að skipulagsmál á Íslandi eru í góðum farvegi, landnotkun er skipulögð mörg ár fram í tímann og vel væri hægt að gera áætlanir sem miða að því að rannsaka fornleifar á stöðum sem líklegt er að byggt verði á fyrr eða síðar, í góðan tíma og án þrýstings frá framkvæmdaglöðum stjórnmálamönnum eða athafnafólki. Slík vinnubrögð myndu kalla á nánara samstarf fornleifafræðinga, sveitarfélaga og landeigenda sem ætti að geta orðið til góðs, bæði til að greiða götu framkvæmda og til að styrkja íslenska menningu og íslensk vísindi. Hugmyndin er því þessi: Látum þá sem ógna fornleifum með jarðraski tryggja sig fyrir áhættunni af að þurfa að borga fyrir björgunaruppgröft en setjum ábyrgðina á fornleifarannsóknunum á herðar þeirra sem hafa hag af því að gera þær sem best. Þannig getum við betur tryggt að arðurinn af þessum rannsóknum, fjárfestingu samfélagsins, skili sér með virðisauka. Með þessu væri ennfremur hreinlega tengt framhjá þeim vandamálum sem núverandi skipulag býður upp á. Þetta myndi ekki leysa allan vanda og margt getur farið úrskeiðis í útfærslu slíks kerfis. Tregðulögmál íslenskrar stjórnsýslu eru þannig að maður kvíðir því að sjá hvernig hugmynd sem þessari mun farnast. En nú er lag til að breyta og ekkert mun breytast nema við setjum í bjartsýnisgírinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.