Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 80
S i g u r ð u r Pá l s s o n
80 TMM 2010 · 3
koma orðum að þessu hjartans máli, spurningunni sem brann: „Á ekki
bráðum að fara að gefa bókina út?!“
Við sátum lengi á skrifstofu hans, þögðum mestan part og reyktum
franskar sígarettur, hann gauloises, ég gitanes með fílter, þar til annar
grillti vart í hinn. Sigfús muldraði öðru hverju óljósar setningar um
tímabundna erfiðleika og þess háttar en kom loks með athugasemd
sem varpaði nýju ljósi inn í hugarheim ungskáldsins sem sat andspænis
honum; eitthvað á þá leið að ef það tæki því á annað borð að gefa bók
út, þá skipti ekki höfuðmáli hvort hún kæmi fyrir þessi jól, þau næstu
eða þarnæstu.
Ég gekk fullkomlega rólegur af þessum fundi okkar, mest hissa á
sjálfum mér að vera svona óþolinmóður.
Það sem ég lærði þarna í reykmettaðri skrifstofu Sigfúsar var eitthvað
í sambandi við staðfestu tímans.
Sigfús var nefnilega mikill kennari.
Mikill vígslumeistari.
Aðferðirnar voru óhefðbundnar á okkar vísu en kannski voru þær
klassískar. Aðferðir sem eiga skylt við klassíska samræðulist eða jafnvel
athugasemdir búddameistara.
Allnokkrum árum síðar átti ég því láni að fagna að fara til Bordeaux
á mikla Íslandskynningu sem þar var haldin haustið 1987. Vigdís for
seti var heiðursgesturinn, dagskrárliðir fjölbreytilegir, einn þeirra var
bókmenntakynning undir stjórn prófessors Régis Boyer og var fjórum
frönskumælandi höfundum boðið, Sigfúsi, Jóni Óskari, Pétri Gunnars
syni og mér. Við fjórmenningar urðum samferða héðan, flugum gegnum
Lúxemborg og svo var það gamalkunnug lestin til Parísar. Nú voru það
ekki ljóðabækur Sigfúsar sem voru með í för heldur skáldið sjálft.
Lestin renndi í hlað á Gare du Nord á mildu haustkvöldi. Við fórum
beint niðrá Montparnasse og settumst inn á La Coupole. Sigfús var að
koma í fyrsta skipti til Parísar í sirka tuttugu og átta ár en þeir Jón höfðu
lengi átt París að vettvangi kunningsskapar og vináttu. Þarna fannst
mér Sigfús einhvern veginn kominn í rétt samhengi og Jón Óskar líka.
Mér fannst þeir skynja þetta báðir og það gladdi þá mjög að færast ein
þrjátíu ár aftur í tímann.
Á þessu ferðalagi kynntist ég þeim Jóni og Sigfúsi í raun í fyrsta skipti
persónulega en báðir voru mér afar mikilvægir á mótunarárunum
í menntaskóla, Sigfús aðallega með ljóðum sínum og Jón bæði með
bókinni Nóttin á herðum okkar og ekki síður með þýðingum sínum á