Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 70
E i n a r K á r a s o n 70 TMM 2010 · 3 útiloka Sturlu fyrirfram má kannski finna í formála Einars Ólafs Sveins­ sonar að Njáluútgáfu Fornritafélagsins frá 1954. Einar var auðvitað slíkt átorítet um Njálu að um yfirburðaþekkingu hans efaðist enginn. En þótt EÓS velti í formálanum vöngum um hugsanlegan höfund virðist sem hann afskrifi Sturlu Þórðarson fyrirfram og þá vegna ókunnugleika Njáluhöfundar á staðháttum í Dölum; hann telur meðal annars að lýsingin á því þegar Gunnar á Hlíðarenda, dulbúinn sem Kaupa­Héðinn, felur sig „í fjöllunum millum Laxárdalsbotns og Haukadals“ sé í meira lagi hæpin; „og ekki verður talið kunnuglega sagt frá för Gunnars úr fjöllunum“. (Brennu­Njáls saga – Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1954). En þannig ókunnugleiki um staðhætti þar vestra myndi að sjálfsögðu útiloka Dalamanninn Sturlu Þórðarson. En árið 1987 fór Matthías Johannessen vestur í Dali „til að kanna málið betur. Var í fylgd fróðasta manns sýslunnar um sögu og stað­ hætti, Péturs Þorsteinssonar sýslumanns /…/ En eftirminnilegust var þó lýsing sýslumanns á orðatiltækinu „í fjöllunum“. Hann taldi að þetta orðalag sýndi ekki vanþekkingu á staðháttum, heldur þvert á móti og enginn nema þaulkunnugur Dalamaður hefði getað tekið svo til orða. „Í fjöllum“ sé langt úr alfaraleið og enginn vegur til þess að ókunnugur maður hafi getað lýst leiðinni svo vel sem raun ber vitni. Þarna hafi Dalamaður verið á ferð.“ (Matthías Johannessen: Sagnir og sögupers­ ónur – Reykjavík 1997.) Við þetta má því bæta að þegar að er gáð virðist staðháttaþekking Njáluhöfundar vera betri á Vesturlandi en víða annarsstaðar á landinu, þar með taldir Rangárvellir. Eins og ég gat um þá er það meðal annars í hugsanlegri afstöðu til manna á 13. öld sem lesa má úr Njálu sem Barði Guðmundsson byggir sína merkilegu niðurstöðu, að Þorvarður Þórarinsson af ætt Svínfell­ inga hafi skrifað bókina. Þorvarður er reyndar ekki kunnur að neinum öðrum bókmenntaverkum, en eigi að síður rökstyður Barði sína kenn­ ingu af aðdáunarverðri hugkvæmni. Eitt af því sem kemur honum á sporið er þekkileg lýsing Njáluhöfundar á Svínfellingnum Brennu­ Flosa; Barði telur semsé að vegna þeirrar samúðarfullu meðferðar sem hann fær í bókinni, sér í lagi undir lokin, bendi það eindregið til þess að einn af afkomendum hans hafi skrifað Njálu, beinlínis til að heiðra minningu eins af sínum ættfeðrum. Þetta verður fyrir það fyrsta að teljast afar hæpinn hugsanagangur; það er þrátt fyrir allt Svínfellingurinn Flosi Þórðarson sem fremur mesta glæp og níðingsverk sögunnar, er hann brennir inni þau sæmdarhjón Njál og Bergþóru og þeirra fólk. Að sá verknaður sé lítilmannlegt ill­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.