Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 55
K l i p p i m y n d a s m i ð u r i n n E r r ó TMM 2010 · 3 55 fyrir almenning. Síðan breyttist sú afstaða og hann fór að líta öðrum augum á klippimyndina og ákvað árið 2009 að færa nútímalistasafninu í Centre Georges Pompidou að gjöf sextíu og sex klippimyndir sem mynduðu uppistöðu sýningarinnar. Þar með er Erró búinn að færa stóran hluta af lífsstarfi sínu að gjöf til þriggja safnstofnana; Listasafns Reykjavíkur (vel á fjórða þúsund verka), Nútímalistasafnsins í Val­de­ Marne í Vitry­sur­Seine og núna síðast til Nútímalistasafnsins í Centre Georges Pompidou. Klippimyndin er í flestum tilfellum undirbúningsmynd hjá Erró eða grunnur að myndbyggingu málverkanna þó að hún geti líka full­ komlega staðið ein og sér eins og kom í ljós á sýningunni þar sem sjá mátti margar klippimyndir sem hafa aldrei orðið að málverkum. Með því að skipta sýningunni í fimm hluta eftir þemum, méca­klippimyndir, stjórnmál, listir, geimferðir og grínteikningar, sem voru aðskildir með blátóna skilrúmum, tókst sýningarstjóranum Christian Briend að gera sýninguna aðgengilegri og undirstrika þróun ferilsins fram til ársins 2008 án þess að einskorða sig við ártöl verkanna. Méca­klippimyndir Fyrstu verk sýningarinar voru tvær grafískar teikninga­klippimyndir úr seríunni Radioactivity (Geislavirkni) sem Erró gerði þegar hann var staddur í Ísrael árið 1958 – The Modern Shopping Center og Bad News. Í þessari klippimyndasyrpu gagnrýnir hann kjarnorkuiðnaðinn og neysluþjóðfélagið og notar hér í fyrsta skipti úrklippur sem hann límir á flötinn við hliðina á málningarslettum og fínlegum blekteikningum af fígúrum sem líkjast aflöngu fóstursfígúrunum sem birtust í málverkum hans á þessu tímabili. Í framhaldi komu svo myndir frá árinu 1959 sem hann gerði eftir að hann kom til Parísar, þegar hann bjó í húsi númer 24 við Rue Maître­Albert, örstutt frá Place Maubert­torginu í fimmta hverfi. Erró hefur margoft lýst í viðtölum hvernig hann nálgaðist alls konar blaðaefni og járndrasl á torginu í gegnum útigangsmenn sem stóðu þar vörð um birgðir af ýmsu rusli, tímaritum og dagblöðum og seldu í kílóavís hverjum sem vildi. Hann naut þeirra forréttinda að geta tekið það efni sem hann vildi án þess að greiða fyrir það.1 Þar komst hann m.a. yfir myndir af alls kyns vélum, verksmiðjuteikningar og uppgötvar tímaritið l’Usine nouvelle sem verður eitt af hans eftirlætis blöðum og ein af ástæðunum fyrir því að hann fór að gera teikningar, málverk og klippimyndir sem hann kallaði Mécamorphoses (Vélmynda­ breytingar) og Méca­Make­Up. Í þessum verkum klippir hann saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.