Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 104
Á d r e p u r 104 TMM 2010 · 3 Rúnar Helgi Vignisson Stríð í stuttbuxum – íþróttahreyfingin með augum föður Ég var mættur á úrslitaleik á Rey­Cup, alþjóðlegu móti sem Þróttarar halda í Laugardal á hverju sumri. Ég hafði óvenju hægt um mig, þó að ég væri hálf­ stressaður fyrir hönd minna manna enda mótherjarnir flestir árinu eldri og talsvert hærri. Fyrir framan mig stóð faðir sem fylgdi hinu liðinu og hafði sig þó nokkuð í frammi. Um miðjan fyrri hálfleikinn, þegar allt er í járnum, heyri ég hann kalla villimannslega: Já, étt’ann! Drengurinn sem maðurinn vildi láta éta var sonur minn 13 ára og sá sem átti að éta hann var næstum höfðinu hærri. Mér var nóg boðið og vatt mér að manninum, hvern djöfulinn hann ætti við með þessu tali. Hann sagðist vera í fullum rétti að kalla það sem honum sýndist inn á völl­ inn. Ég sagðist ekki kunna að meta svona orðalag, allra síst þegar það beindist að syni mínum. Þetta væru nú einu sinni bara börn. Hann sagði mér að hætta þessu væli. Ef ég þyldi ekki svona tal ætti ég að halda mig heima og hlusta á sálma. Ég spurði hvort hann vildi kannski að sonur minn legði sér son hans til munns. Verði honum að góðu, sagði hann og glotti við tönn. Hvers konar faðir ert þú eiginlega? spurði ég. Hei, hvernig væri að leyfa manni að horfa á leikinn í friði, sagði hann þá. Ég mundi gjarnan vilja horfa á leikinn án þess að hlusta á fæðingarhálfvita eins og þig segja þessum golíötum að éta yngri strákana. Farðu þá með þá í sunnudagaskólann, sagði hann. Blessaður steinhaltu kjafti og komdu þér aftur í frumskóginn, hvæsti ég og strunsaði burt … * Nei, ég gaf mig reyndar ekki á tal við manninn, en hver veit nema lesandi hafi trúað mér til þess. Ég hélt aftur af mér, sagði ekki stakt orð, en ég skal játa að mig langaði mikið til þess að lesa yfir kauða og helst hefði ég viljað taka í lurginn á honum. Það gerði ég sem betur fer ekki, en þó tel ég ekki alltaf eftir mér að lesa yfir áhorfendum sem mér finnst fara yfir strikið og þeir eru margir þó að meirihlutinn sé prúðmannlegur. Oft les ég líka yfir sjálfum mér. Samtalið hér að ofan, sem er í rauninni summan af nokkrum samtölum sem ég hef átt á hliðarlínunni í gegnum tíðina, er að mörgu leyti lýsandi fyrir andrúmsloftið í kringum keppnisíþróttir. Þar streymir adrenalínið óspart, jafnt innan vallar sem utan, og tilfinningarnar sem bærast í brjósti leikmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.