Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 27
H ú s s k á l d s i n s á S k r i ð u k l a u s t r i o g h ö f u n d u r þ e s s
TMM 2010 · 3 27
voru skrifstofur skipakóngsins Henry B. Sloman, sem efnast hafði á við
skiptum við Chile. Á 42 ára starfsferli teiknaði Höger fjölmargar bygg
ingar í Þýskalandi og víðar, m.a. kirkju við Hohenzollernplatz í Berlín
og ráðhús í Wilhelmshaven, auk smærri verka og tillagna.
Tengsl Fritz Högers við þýska þjóðernisstefnu
Eftir valdatöku nasista í Þýskalandi árið 1933 var expressíónismi ein
þeirra stefna sem fordæmd var sem úrkynjun. Andúð nasista á nútíma
arkitektúr beindist þó aðallega að Bauhausstíl Walters Gropiusar og öllu
því sem honum líktist. Nýjar stílstefnur sem áttu á einhvern hátt rætur
í þýskri hefð litu nasistar heldur mildari augum. Verk Högers voru í
þessum flokki, án beinna vísana í sögulegar stílgerðir en yfirbragðið er
engu að síður hefðbundið og stíllinn framhald af þjóðlegri, þýskri múr
steinshefð.5
Fritz Höger var sjálfmenntaður sem arkitekt og leit á sig sem frum
kvöðul nýrrar byggingarlistar. Hann naut þess að vera í sviðsljósinu og
var duglegur að koma sér á framfæri á sýningum, kynningum, fyrir
lestrum, útvarpsþáttum og með bóka og greinaskrifum. Um leið var
hann umdeildur meðal stéttbræðra sinna. Þeir mótmæltu ráðningu hans
í stöðu prófessors við listaháskólann í Bremen og vitnuðu til þess að hann
væri „ekki viðurkenndur sem listamaður af Foringjanum og ríkiskanslar
anum“.6 Höger var skráður félagi í NSDAP (Nasistaflokknum) frá 1932.7
Hann skrifaði ásamt fleiri arkitektum greinar í áróðursrit KDAI (Kamp
fbund deutscher Architekten und Ingenieure), en ritstjórn þess fordæmdi
nýjan arkitektúr Bauhausskólans sem „menningarlegan Bolshevisma“.8
Þó að Höger styddi málstað nasista naut expressíónískur stíll hans
ekki hylli Foringjans. Hann var í þeim hópi arkitekta sem reyndu án
árangurs að sýna fram á að stíll þeirra væri sanngermanskur. Hug
myndir þeirra lutu í lægra haldi fyrir klassískum stíl Alberts Speers, sem
Höger á að hafa farið háðulegum orðum um.9 Einn helsti starfsmaður
hans á árunum 1926–1933 var gyðingur, Ossip (Josef) Klarwein að
nafni. Var Höger sakaður um að hafa unnið gegn heiðri þýskra arkitekta
með því að hafa verið með gyðing í vinnu.10
Eftir 1935 tók frægðarsól Högers sem frumkvöðuls í þýskum arkitektúr
smám saman að hníga. Vinir hans reyndu að koma honum að hjá stjórn
völdum en allt kom fyrir ekki.11 Megnið af frumteikningum Högers
skemmdist þegar teiknistofa hans og íbúðarhús eyðilagðist í loftárásum
árið 1943. Honum tókst þó að safna saman afritum úr ýmsum áttum
eftir lok stríðsins.12