Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 27
H ú s s k á l d s i n s á S k r i ð u k l a u s t r i o g h ö f u n d u r þ e s s TMM 2010 · 3 27 voru skrifstofur skipakóngsins Henry B. Sloman, sem efnast hafði á við­ skiptum við Chile. Á 42 ára starfsferli teiknaði Höger fjölmargar bygg­ ingar í Þýskalandi og víðar, m.a. kirkju við Hohenzollernplatz í Berlín og ráðhús í Wilhelmshaven, auk smærri verka og tillagna. Tengsl Fritz Högers við þýska þjóðernisstefnu Eftir valdatöku nasista í Þýskalandi árið 1933 var expressíónismi ein þeirra stefna sem fordæmd var sem úrkynjun. Andúð nasista á nútíma­ arkitektúr beindist þó aðallega að Bauhausstíl Walters Gropiusar og öllu því sem honum líktist. Nýjar stílstefnur sem áttu á einhvern hátt rætur í þýskri hefð litu nasistar heldur mildari augum. Verk Högers voru í þessum flokki, án beinna vísana í sögulegar stílgerðir en yfirbragðið er engu að síður hefðbundið og stíllinn framhald af þjóðlegri, þýskri múr­ steinshefð.5 Fritz Höger var sjálfmenntaður sem arkitekt og leit á sig sem frum­ kvöðul nýrrar byggingarlistar. Hann naut þess að vera í sviðsljósinu og var duglegur að koma sér á framfæri á sýningum, kynningum, fyrir­ lestrum, útvarpsþáttum og með bóka­ og greinaskrifum. Um leið var hann umdeildur meðal stéttbræðra sinna. Þeir mótmæltu ráðningu hans í stöðu prófessors við listaháskólann í Bremen og vitnuðu til þess að hann væri „ekki viðurkenndur sem listamaður af Foringjanum og ríkiskanslar­ anum“.6 Höger var skráður félagi í NSDAP (Nasistaflokknum) frá 1932.7 Hann skrifaði ásamt fleiri arkitektum greinar í áróðursrit KDAI (Kamp­ fbund deutscher Architekten und Ingenieure), en ritstjórn þess fordæmdi nýjan arkitektúr Bauhausskólans sem „menningarlegan Bolshevisma“.8 Þó að Höger styddi málstað nasista naut expressíónískur stíll hans ekki hylli Foringjans. Hann var í þeim hópi arkitekta sem reyndu án árangurs að sýna fram á að stíll þeirra væri sanngermanskur. Hug­ myndir þeirra lutu í lægra haldi fyrir klassískum stíl Alberts Speers, sem Höger á að hafa farið háðulegum orðum um.9 Einn helsti starfsmaður hans á árunum 1926–1933 var gyðingur, Ossip (Josef) Klarwein að nafni. Var Höger sakaður um að hafa unnið gegn heiðri þýskra arkitekta með því að hafa verið með gyðing í vinnu.10 Eftir 1935 tók frægðarsól Högers sem frumkvöðuls í þýskum arkitektúr smám saman að hníga. Vinir hans reyndu að koma honum að hjá stjórn­ völdum en allt kom fyrir ekki.11 Megnið af frumteikningum Högers skemmdist þegar teiknistofa hans og íbúðarhús eyðilagðist í loftárásum árið 1943. Honum tókst þó að safna saman afritum úr ýmsum áttum eftir lok stríðsins.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.