Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 109
TMM 2010 · 3 109 D ó m a r u m b æ k u r Dagný Kristjánsdóttir Karlsvagninn Kristín Marja Baldursdóttir: Karlsvagninn. Mál og menning, 2009. Tvennt dynur yfir geðlækninn Gunni á einum sólarhring; það er brotist inn til hennar og þjófarnir láta greipar sópa á meðan hún sefur. „Ómissandi“ hlutum eins og farsíma og tölvum er rænt. Daginn eftir þegar Gunnur er að tygja sig til brottferðar úr bænum til að jafna sig á áfallinu kemur kunnkona hennar og þvingar hana til að taka við 14 ára dóttur sinni, Hugrúnu Lind sem kölluð er Hind, og hafa hana í fóstri yfir helgina! Skáldsaga Kristínar Marju Baldurs­ dóttur, Karlsvagninn, fjallar um átök Gunnar og Hindar. Átök Stúlkan Hind er hrjáð barn. Móðir hennar er önnum kafinn arkitekt sem hefur aldrei haft neinn tíma fyrir dótturina. Hún hefur unnið fyrir Gunni sem líkar vel við hana vegna þess að hún er flink, hress og flott ung kona, en hún hefur vanrækt dóttur sína og uppeldi hennar. Fjórtán ára er Hind mikil sund­ og skautakona. Hún er hins vegar ósiðuð með öllu, kann ekki almenna mannasiði eins og borðsiði, kann ekki einföldustu húsverk, er alin upp á skyndibitum, kann enga sögu, þekkir hvorki land sitt né tungu. Hún er látin tala einhvers konar unglingamál sem sumum lesendum hefur fundist ýkt eða niðrandi. Ekki má gleyma því að það er sögumaður okkar, Gunnur, sem miðlar því til okkar og lætur um leið fá tækifæri ónotuð til að leiðrétta beygingar hjá Hind, gagn­ rýna og fordæma málfar hennar. Hið ýkta málfar Hindar er það mál sem Gunnur heyrir hana tala. Enginn fullorðinn hefur hjálpað Hind til að fóta sig í mannlegum sam­ skiptum. Þegar sagan sem sögð er í Karlsvagninum hefst, er hún komin á ystu nöf. „Samkennd hennar er að hverfa. Samkenndin sem gerir hana að mann­ eskju, manneskjur verða svo þjóð.“ (151) Ef samkenndin hverfur er það oftast afleiðing af sálrænu áfalli eða annarri reynslu sem einstaklingurinn ræður ekki við. Hverfi samkenndin er ekki hægt að samsama sig öðrum af því að ein­ staklingurinn getur ekki lengur séð sínar tilfinningar í öðru fólki eða deilt þeim með því. Það fer að skoða aðra sem „hluti“. Þó að þetta ástand flokkist tvímælalaust undir geðtruflun er auðvelt að fela tilfinningaleysi af þessu tagi býsna lengi í samfélagsgerð okkar, í fjölskyldum og á vinnustöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.