Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 108
Á d r e p u r 108 TMM 2010 · 3 ekki viss tvískinnungur í gangi líka? Það er látið sem íþróttir séu fyrir alla en þegar til kastanna kemur er sú ekki alltaf raunin. Það er látið sem íþróttir og vímuefni eigi ekki samleið, en samt er boðið upp á áfengi í heiðursstúkum og á ýmsum skemmtunum á vegum hreyfingarinnar auk þess sem strákar í íþróttum hafa iðulega annarlegan munnsvip vegna þess að þeir eru með lummu í vörinni þó að svo eigi að heita að það sé ekki liðið. Það er látið eins og allir séu jafnir en fyrr en varir er farið í hrikalegt manngreinarálit. Það er látið eins og þetta sé ein göfugasta starfsemin í landinu en reyndin er oft sú að hún kallar fram górilluna í okkur. Yfir allt þetta þarf íþróttahreyfingin að geta hafið sig. Hún getur ekki eftir­ látið sigursjúkum þjálfurum og gömlum kempum með „Svona er boltinn“ á vörunum að stjórna orðræðunni. Foreldrar gera kröfu um þroskaða sýn á starfsemi sem börnin þeirra verja svo mörgum stundum í, þótt þeir missi stöku sinnum taumhald á skepnunni í sjálfum sér þegar að kappleikjum kemur. En þeir vilja ekki að mottóið sé „Enginn er annars bróðir í leik“ og að útkoman verði árásargjarnir einstaklingar sem sjá heiminn í svarthvítu. Það krefst í rauninni mikils andlegs og félagslegs þroska að höndla þær stríðu hvatir sem koma upp í keppnisíþróttum og íþróttahreyfingin þarf að hafa þann þroska, ekki síst ef hún ætlar að höfða til beggja kynja, því íþróttir smita út frá sér í samfélagið og skilja eftir sig ákveðinn þankagang hjá einstaklingi löngu eftir að hann er hættur keppni. Einstakir menn geta kannski ekki haft þennan þroska að öllu leyti en maður þarf að hafa á tilfinningunni að íþróttahreyf­ ingin sem heild hafi hann, enda endurspeglar íþróttastarf mannlífið. Þetta er spurning um miklu stærri markmið en að búa til afreksmenn, þetta er spurn­ ing um hreyfigetu ofalinnar þjóðar, þetta er spurning um sykursýki, krans­ æðastíflu og skattbyrði framtíðarinnar. Langstærsta verkefni íþróttahreyfing­ arinnar er sennilega að koma í veg fyrir að Íslendingar verði upp til hópa sykur­ sjúkir vegna offitu á komandi árum og þess vegna er meginhlutverk hennar nú um stundir að kynna fólk fyrir íþróttum og heilbrigðum lifnaðarháttum, fá það til að hreyfa sig alla ævi, ekki bara til tvítugs eða þrítugs, og ekki bara til þess að keppa. Það gæti krafist meiri sköpunar við þjálfunina og jafnvel list­ rænnar nálgunar, enda eru margar íþróttagreinar náskyldar listum og þeir íþróttamenn sem mestum árangri ná eru gjarnan listrænir í hugsun. Mig langar til að ljúka þessari stuttu ádrepu á því að vitna í fermingarkort sem sonur minn fótboltamaðurinn fékk frá ágætri fjölskyldu í Vesturbænum. Þar kemur fram listræn og heimspekileg sýn á íþróttir, í rauninni hugleiðing um íþróttir sem myndhverfingu fyrir lífið. Í kortinu stendur: „Við óskum þér gæfu í fótboltaleikjum lífsins, í vörn jafnt sem sókn; að þú lærir að taka bæði sigrum og ósigrum en sættir þig við að lífið er oftast bara jafntefli og að bestu stundirnar eru í leikhléinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.