Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2010 · 3 umdeildur og tónlist hans stóð lengi vel eins og óárennilegur og ósigrandi klettur í íslensku tónlistarlandslagi. Af þeim verkum sem gerð hafa verið um Jón verður bók Árna að teljast gefa heiðarlegasta mynd af honum, enda er það greinilega takmark Árna – að segja allt og draga ekkert undan. Það takmark er líka í góðu samræmi við orð Jóns sjálfs sem Árni vitnar í framan við meginmál: Lífið er svo nátengt listinni, það á ekki að dylja neitt. Ég vil vera eins og opin bók, og allir mínir gallar og allar mínar syndir og allt saman má koma fram, því það er nátengt minni list. Það er allt opið. Við erum að gefa okkur sjálfa, við erum að gefa okkar sál frá dýpstu hjartarótum í listinni, og þá mega menn líka hafa hitt til skýringar ef þeir vilja. (Viðtal Jónasar Jónassonar við Jón í þættinum „Í vikulokin“ á rás eitt, árið 1964). Árni segir í upphafi bókarinnar: „Ekki er hann ávallt viðkunnanleg söguhetja en hér er leitast við að bregða upp réttlátri mynd af kostum hans og göllum. Af hvoru tveggja átti hann nóg.“ (Bls. 8) Þetta er raunar kjarni málsins. Jón Leifs virðist hafa verið stórbrotinn bæði í göllum sínum og kostum og ekki hægt að afgreiða hann með einföldunum. En einkunnarorð bókarinnar gefa fleira upp um Jón en þá ósk hans að vera lesinn eins og opin bók. Líf hans og list eru tengd órjúfandi böndum, og allt hans líf var list hans í fyrsta sæti og ástvinir hans og vinir urðu að lúta því. Enda var Jón kornungur þegar tónlist og reyndar fleiri listgreinar áttu hug hans allan. Í æsku hélt Jón dagbók og þar er þessi færsla í janúar árið 1915. Jón var þá 16 ára. Það er stundum, að það leggst á mig einhver löngun, til þess að skrifa hjá mér hugs­ anir mínar. Það er einkum ef hugsanirnar eru á einhvernhátt mikilsverðar, áköf hryggð, áköf gleði eða einhverjar aðrar æstar tilfinningar í hugsana­„formi“. Þá setur að mér einhverja löngun til að gera pennann og pappírinn að trúnaðarvinum mínum og ég skrifa og skrifa mér til hugsvölunar og ánægju. Þessir trúnaðarvinir mínir virðast létta undir með mér og svala huganum, ef málefninu er þannig varið. (Bls. 33) Á þessum tíma fékk Jón útrás fyrir langanir sínar og hugsanir með ýmsum hætti, hann orti ljóð, sótti leiksýningar og æfði sig á píanóið – og lesefnið var sjaldnast skólabækurnar, heldur Werther ungi eftir Göthe og önnur rómantík – en tónlistin var þó alltaf efst í huga hans. Þetta sama ár, 1915, sá hann leik­ sýninguna Galdra­Loft og ákvað strax þá að semja tónlist við verkið um leið og hann hefði aflað sér þekkingar til þess – hann stóð við það og gekk með tón­ smíðina í maganum árum saman. Þrátt fyrir þá fullvissu Jóns frá fyrstu tíð að hann væri snillingur sem hefði mikilvægu hlutverki að gegna – eða kannski einmitt vegna þess – var líf hans varðað vonbrigðum á tónlistarsviðinu. Hann var á átjánda árinu þegar hann hélt til náms í Leipzig í Þýskalandi og ætlaði sér þá að verða mikill píanóleikari. Þegar á hólminn var komið reyndist það honum ofviða þrátt fyrir þrotlausar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.