Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 98
Á d r e p u r 98 TMM 2010 · 3 Sá borgar sem skemmir Á undanförnum áratugum hefur skilningur eflst á því um allan heim að forn­ leifar sem leynast í jörðu séu mikilvægar, bæði sem heimildir um sögu mann­ kyns og viðkomandi samfélags, og sem auðlind sem megi nýta t.a.m. í ferða­ þjónustu, fræðslustarfi og annarri afþreyingu. Fyrir utan hið augljósa menn­ ingarlega og sögulega gildi sem fornleifar hafa þá er rannsókn þeirra og miðlun undirstaða atvinnu­ og verðmætasköpunar. Það er breið samstaða um það um allan heim að fornleifar í jörðu beri að vernda með einhverjum hætti og flest ríki hafa innleitt reglur sem eiga að tryggja að fornleifar séu að minnsta kosti ekki eyðilagðar hugsunarlaust. Fyrir utan náttúruöflin, sem verða ekki auð­ veldlega dregin til ábyrgðar, stafar fornleifum í jörðu fyrst og fremst hætta af framkvæmdum ýmisskonar, einkum mannvirkjagerð, námagrefti og land­ búnaði. Það er því rökrétt, og það sjónarmið liggur til grundvallar minjavernd í flestum iðnríkjum, að sá sem stendur fyrir framkvæmdum sem raska forn­ leifum skuli borga fyrir rannsókn þeirra ef leyfi fæst á annað borð til að fjar­ lægja þær. Björgunaruppgraftaþverstæðan Fáir deila um réttmæti þessa sjónarmiðs en framkvæmdin er hinsvegar umvafin álitamálum: hver ákveður hvort fornleifauppgröftur sé nauðsynlegur og á hvaða forsendum? Hversu langt á að ganga í slíkum rannsóknum við beitingu nákvæmustu og dýrustu aðferða? Hvar endar ábyrgð framkvæmda­ aðilans? Er fornleifafræðingurinn ábyrgur gagnvart framkvæmdaaðilanum, og ef ekki hverjum þá? Álitamálin eru óteljandi. Þau eru mörg hver siðferðilega snúin og engin ein lausn hefur fundist sem leysir úr þeim þannig að allir séu sáttir. Í reynd hefur þróunin orðið sú í flestum nágrannalöndum okkar, að framkvæmdaaðilar hafa fallist á að borga gegn viðurkenningu á að ábyrgð þeirra sé takmörkuð. Það er til dæmis alsiða að sneiða fornleifar í tvennt ef þær eru á mörkum framkvæmdasvæða; dýrum og sérhæfðum aðferðum er sjaldan beitt við slíkar rannsóknir og ábyrgð framkvæmdaaðila á greiningu, túlkun, útgáfu og miðlun niðurstaðna er takmörk sett. Á þessum grundvelli hefur orðið til atvinnuvegur fyrir fornleifafræðinga sem stunda björgunaruppgrefti, en slíkir uppgreftir hafa tilhneigingu til að vera lakari að gæðum en upp­ greftir sem stofnað er til á vísindalegum forsendum. Þeir skila að jafnaði rýrari niðurstöðum, minni þekkingu. Sérstakt áhyggjuefni er að niðurstöður slíkra uppgrafta birtast sjaldnar á prenti og nýtast því illa eða alls ekki, hvort sem er í vísindalegri umræðu eða við atvinnuuppbyggingu. Oft má færa rök fyrir því að björgunarrannsóknir séu í raun með öllu tilgangslausar þar sem engu breyti hvort fornleifunum er mokað burt eða hvort upplýsingar um þær gleymast í hillu á safni. Í mörgum löndum eru fornleifauppgreftir af tvennum toga: lág­ gæðarannsóknir vegna framkvæmda og hágæðarannsóknir í vísindaskyni, þar sem rannsóknarspurning er hvatinn að uppgreftinum en ekki flugvallargerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.