Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 98
Á d r e p u r
98 TMM 2010 · 3
Sá borgar sem skemmir
Á undanförnum áratugum hefur skilningur eflst á því um allan heim að forn
leifar sem leynast í jörðu séu mikilvægar, bæði sem heimildir um sögu mann
kyns og viðkomandi samfélags, og sem auðlind sem megi nýta t.a.m. í ferða
þjónustu, fræðslustarfi og annarri afþreyingu. Fyrir utan hið augljósa menn
ingarlega og sögulega gildi sem fornleifar hafa þá er rannsókn þeirra og miðlun
undirstaða atvinnu og verðmætasköpunar. Það er breið samstaða um það um
allan heim að fornleifar í jörðu beri að vernda með einhverjum hætti og flest
ríki hafa innleitt reglur sem eiga að tryggja að fornleifar séu að minnsta kosti
ekki eyðilagðar hugsunarlaust. Fyrir utan náttúruöflin, sem verða ekki auð
veldlega dregin til ábyrgðar, stafar fornleifum í jörðu fyrst og fremst hætta af
framkvæmdum ýmisskonar, einkum mannvirkjagerð, námagrefti og land
búnaði. Það er því rökrétt, og það sjónarmið liggur til grundvallar minjavernd
í flestum iðnríkjum, að sá sem stendur fyrir framkvæmdum sem raska forn
leifum skuli borga fyrir rannsókn þeirra ef leyfi fæst á annað borð til að fjar
lægja þær.
Björgunaruppgraftaþverstæðan
Fáir deila um réttmæti þessa sjónarmiðs en framkvæmdin er hinsvegar
umvafin álitamálum: hver ákveður hvort fornleifauppgröftur sé nauðsynlegur
og á hvaða forsendum? Hversu langt á að ganga í slíkum rannsóknum við
beitingu nákvæmustu og dýrustu aðferða? Hvar endar ábyrgð framkvæmda
aðilans? Er fornleifafræðingurinn ábyrgur gagnvart framkvæmdaaðilanum,
og ef ekki hverjum þá? Álitamálin eru óteljandi. Þau eru mörg hver siðferðilega
snúin og engin ein lausn hefur fundist sem leysir úr þeim þannig að allir séu
sáttir. Í reynd hefur þróunin orðið sú í flestum nágrannalöndum okkar, að
framkvæmdaaðilar hafa fallist á að borga gegn viðurkenningu á að ábyrgð
þeirra sé takmörkuð. Það er til dæmis alsiða að sneiða fornleifar í tvennt ef þær
eru á mörkum framkvæmdasvæða; dýrum og sérhæfðum aðferðum er sjaldan
beitt við slíkar rannsóknir og ábyrgð framkvæmdaaðila á greiningu, túlkun,
útgáfu og miðlun niðurstaðna er takmörk sett. Á þessum grundvelli hefur
orðið til atvinnuvegur fyrir fornleifafræðinga sem stunda björgunaruppgrefti,
en slíkir uppgreftir hafa tilhneigingu til að vera lakari að gæðum en upp
greftir sem stofnað er til á vísindalegum forsendum. Þeir skila að jafnaði rýrari
niðurstöðum, minni þekkingu. Sérstakt áhyggjuefni er að niðurstöður slíkra
uppgrafta birtast sjaldnar á prenti og nýtast því illa eða alls ekki, hvort sem er
í vísindalegri umræðu eða við atvinnuuppbyggingu. Oft má færa rök fyrir því
að björgunarrannsóknir séu í raun með öllu tilgangslausar þar sem engu breyti
hvort fornleifunum er mokað burt eða hvort upplýsingar um þær gleymast í
hillu á safni. Í mörgum löndum eru fornleifauppgreftir af tvennum toga: lág
gæðarannsóknir vegna framkvæmda og hágæðarannsóknir í vísindaskyni, þar
sem rannsóknarspurning er hvatinn að uppgreftinum en ekki flugvallargerð