Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 143 En þegar þeir erfiðleikar sem fylgja því að læra parta hafa verið yfirunnir og kemur að flutningi, verður galdurinn. Upphafstónarnir í verki eins og Eddu I, Sköpun heimsins eru þannig að þeir verða fremur skynjaðir en heyrðir – annars vegar fiðlutónar á hæstu tíðni og hins vegar dýpstu tónarnir sem kontrabassinn býr yfir – og smám saman vex þessi þunglamalegi og flókni vefur uns maður stendur inni í ærandi hljómnum sem kemur innyflunum á hreyfingu – og er eins og söngur fornaldarskrímslis. Þetta á jafnvel enn frekar við um Heklu, sem er einhver kraftmesta tónsmíð sem fyrirfinnst í gervallri veraldarsögunni eins og Árni nefnir. Verkið kraumar í iðrum jarðar og inni í mögum flytjendanna og sprengir sig síðan út með ógnarlátum og hávaðinn er eins og á þungarokks­ tónleikum – og allar vangaveltur um að Jón Leifs hafi verið orðinn hlægilegur á tímum módernismans verða sjálfar hlægilegar. Árni hefur sett sér að gera fræðilega grein fyrir fyrirbærinu Jóni Leifs frekar en tilfinningalega. Þetta er helsti munurinn á bók Árna annars vegar og bók Ahléns og mynd Hilmars hins vegar. Hér er hægt að fullyrða að þetta hefur Árna tekist. Hann segir sögu Jóns Leifs eins og hún var, og dregur ekkert undan. Því verður ekki neitað að Jón var mistækur listamaður. Mörg tónverk hans eru stór­ brotin og áhrifamikil en önnur eru rýr og fram úr hófi langdregin. En þrátt fyrir alla varnagla var hann einn merkasti og óvenjulegasti listamaður Íslands á 20. öld. Hann lifði og dó sannfærður um að íslensk tónsköpun gæti átt erindi við heiminn og ruddi brautina af stórhug og elju. (Bls. 368) Hér nær Árni að draga kjarnann í lífi og starfi Jóns saman í eina stutta setn­ ingu og segir tæpitungulaust bæði kost og löst á verkum hans. Í bestu verkum sínum tókst Jóni Leifs ætlunarverk sitt. Þau eru farvegur djúprar persónulegrar tjáningar og í þeim fundu landið og sagan loksins sína hljómandi rödd. Tónlist hans er ómur elds og ísa, og hún mun eiga sinn sess meðal þjóðarinnar á meðan brimið dynur, fjöllin gjósa og jörð skelfur. (Bls. 368) Þessi niðurlagsorð bókarinnar eru líka gott vitni um að Árni hefur – þrátt fyrir hreinan og beinan stílinn – orðið fyrir skáldlegum innblæstri í glímunni við Jón Leifs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.