Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 14
14 TMM 2010 · 3 Gunnar Þór Bjarnason Jón Sigurðsson snýr aftur Hrunið breytti ekki öllu. Jón Sigurðsson, leiðtogi og persónugervingur sjálfstæðisbaráttunnar, er enn þjóðhetja Íslendinga. Og það sem meira er, engu er líkara en að hann hafi allur færst í aukana í kreppunni. Hans hefur gætt meira í þjóðmálaumræðunni á síðustu misserum en mörg ár, kannski áratugi, þar á undan. Það er jafnvel ekki laust við að þjóðin sýni þjóðhátíðardeginum ögn meiri áhuga en áður. Að minnsta kosti sá sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason ástæðu til að spyrja hvort ef til vill væri kominn tími til „að uppgötva daginn á nýjan leik“ og hvort ekki væri unnt að ljá honum „inntak og merkingu“.1 Jón hefur líka verið fastagestur í ræðum stjórnmálamanna eftir hrun og í blöðum hafa birst pólitískar auglýsingar með myndum af honum. Hvað veldur þessu? Hvernig er þessi Jón Sigurðsson sem nú lætur enn á ný til sín taka? Hvernig hafa Íslendingar litið á Jón í gegnum tíðina? Og hvert er gildi hans nú á dögum? Er við hæfi að nýta sér orð hans og viðhorf í deilu­ málum samtímans? Hverjir eiga Jón Sigurðsson? Í skarpri og skemmtilegri grein sem Sverrir Jakobsson sagnfræðingur skrifaði í TMM fyrir nokkrum árum veltir hann því fyrir sér hverjir eigi Jón Sigurðsson.2 Sverrir bendir á að menn hafi jafnan tekið það eitt úr málflutningi forseta sem þeim henti enda geti hver stjórnmálahreyfing í raun „fundið eitthvað við sitt hæfi“ í skrifum hans. Sverrir spyr hvert sé gildi Jóns fyrir samtímann og fjallar um frjálshyggjumanninn Jón Sigurðsson, samvinnumanninn, vinstrimanninn, alþýðuhetjuna og loks byltingarsinnann. Jón hafi verið þetta allt í senn. Greinin var skrifuð árið 2003 og kemst Sverrir að þeirri niðurstöðu að þá hafi verið í tísku að líta á Jón sem „frjálslyndan alþjóðasinna“. Þorvaldur Gylfason hafi til að mynda haldið því fram að forseti hefði að öllum líkindum verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.