Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 77
TMM 2010 · 3 77 Sigurður Pálsson Nokkur orð um Sigfús Daðason Þurfum við að eiga bækur, getum við ekki bara fengið þær lánaðar? Örugglega gætum við komist af með að fá margar bækur að láni og skila þeim svo, sjá þær aldrei meir. En þetta á alveg örugglega ekki við um sumar bækur. Til dæmis orðabækur og ljóðabækur. Það er að segja ljóðabækur sem innihalda alvöru ljóð en ljóðum veraldarinnar má skipta gróflega í tvennt: ljóð sem nægir að lesa einu sinni og hins vegar alvöru ljóð. Fyrri hópurinn er eins og jógúrtdollur, maður borðar ekki sama jógúrtið oftar en einu sinni. Það er síðari kategórían sem maður verður að eiga. Þegar ég var í námi í Frakklandi var ekki ennþá komið beint flug til Parísar, maður fór yfirleitt gegnum Lúxemborg, margra tíma ferð í hæggengri lest til Parísar. Ljóðabækur Sigfúsar Daðasonar voru í farangri mínum fram og til baka á hverju einasta ári. Sumar bækur eru þannig að það nægir ekki að vita að maður eigi þær og fara svo bara í burtu, nei, þær verða að fylgja manni, þær eru ferðafélagar, ævilangt. Samskiptin við þess háttar ljóðabækur eru ferli, work in progress, verk í vinnslu. Ljóð Sigfúsar þola mæta vel þetta langa samband, þetta eru alvöru ljóð, einhver traustasti skáldskapur á íslensku á síðari hluta tuttugustu aldar. Það er gott að hafa þau handbær vegna þess að þau þola endurtekinn lestur og framleiða stöðugt ný blæbrigði merkingar. Sumir textar, einkum ljóð, opna aldrei allt merkingarsvið sitt alveg, loka því heldur aldrei alveg. Þetta vegasalt opnunar og lokunar virðist mér vera ein af mörgum hugsanlegum skilgreiningum á ljóðlist. Ég var í MR þegar ég heillaðist af ljóðum Sigfúsar. Hafði keypt bækurnar tvær sem þá höfðu komið út eftir hann, Ljóð 1947–1951 og Hendur og orð. Fékk þær í fornbókaversluninni sem var á ská á móti Þrúðvangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.