Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 17
J ó n S i g u r ð s s o n s n ý r a f t u r TMM 2010 · 3 17 Vér verðum að færa Jón Sigurðsson til ársins 1908.“ Og þá hefði hann séð sjálfstæðismálið „vaxa fram og þroskast“, komið auga á „nýjar leiðir“ og örugglega ekki alltaf staðið „í sömu sporum“. Þá hefði komið í ljós að Jón Sigurðsson hefði ekki viljað „reisa framtíð Íslands á brúuðu kviksyndi“ þar sem Danir væru „við annan brúarendann og fela þeim alger umráð yfir hinum“.10 Með öðrum orðum: Jón forseti hefði verið á móti uppkastinu. Þessi málflutningur virðist hafa fallið í frjóan jarðveg hjá þjóðinni, að minnsta kosti hjá karlmönnum sem orðnir voru 25 ára gamlir og höfðu kosningarétt til alþingis. Þeir frambjóðendur sem studdu uppkastið féllu hver um annan þveran í þingkosningunum í september 1908. Var það þar með úr sögunni. Jón Sigurðsson er ekki dáinn Baráttan um uppkastið minnir okkur á að Íslendingar sóttu ekki fram til sjálfstæðis í einni órofa fylkingu, líkt og stundum er látið í veðri vaka. Dæmin sem hér hafa verið rakin um það hvernig nafn Jóns Sigurðs­ sonar var notað, eða misnotað, í stjórnmálabaráttunni eru til marks um að hvorki áköfustu sjálfstæðissinnarnir né heldur hinir sem fara vildu hægar í sakirnar áttu í vandræðum með að spenna Jón fyrir sinn pólitíska vagn. Þannig hefur það jafnan verið. En oftast hafa Íslendingar verið sam­ mála um Jón og mikilvægi hans fyrir sjálfstæði Íslands. Þegar full­ veldinu var fagnað við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík sunnudaginn 1. desember 1918 sagði Sigurður Eggerz ráðherra að sá sigur sem íslenska þjóðin fagnaði þennan dag væri árangur af baráttu þjóðarinnar í nær­ fellt heila öld. Ástæðulaust væri að nefna nöfn allra þeirra manna sem þar hefðu lagt hönd á plóg annarra en Jóns Sigurðssonar „sem sagan hefur lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum“.11 Og Morgun­ blaðið skrifaði að þennan sigurdag ætti þjóðin að „dvelja í lotning við minningu hans“.12 Þetta var í stíl við þá glæstu mynd sem dregin var upp af Jóni við lýðveldisstofnunina 1944. Hann var sá einstaklingur öðrum fremur sem hafði lagt grunn að sjálfstæði þjóðarinnar, var sagt seint og snemma. Lýðveldið var hans verk. Um þetta voru allir nokkurn veginn sammála, hvort heldur þeir voru til vinstri eða hægri í stjórnmálum. Lýðveldisdaginn sjálfan birtu bæði Morgunblaðið og Tíminn veglega mynd af honum á forsíðu. Það gerði Þjóðviljinn reyndar ekki en mynd af þjóðhetjunni fylgdi grein Einars Olgeirssonar um sjálfstæðisbaráttuna þar sem sagði að þjóðin hefði alla tíð fylkt sér um stefnu Jóns, – „stefnu íslenzks frelsis“.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.