Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 34
P é t u r H . Á r m a n n s s o n o g S i l j a Tr a u s t a d ó t t i r 34 TMM 2010 · 3 jörðina og síðan að byggja á mismunandi hæðum í landinu, þétt við ána með rísandi fjallshlíð til vesturs. Þetta kallar maður verkefni! […] Og síðan hönnunin í smáatriðum: Það mikilvægasta á bænum er íbúðarhúsið fyrir Gunnar Gunnarsson, fjölskyldu hans, vinnuhjú og gesti. Næst koma öll gripahúsin fyrir allan bústofninn. Við það bætist þrefalt rými fyrir hlöður, heysíló og forðabúr handa fólki og skepnum svo að allir geti lifað af langa vetur með sólarhringslöngum nóttum, án þess að svelta. […] En hvar á ég að leita fyrirmynda að bæ Gunnars Gunnarssonar? Hvað er hér jarðbundið, þar sem engin byggingarefni eru til staðar nema blágrýtið? Ég vil og verð að komast hjá því að nota sement og bárujárn sem byggingarefni – og það tekst. […] Stolt og látlaus, spengileg og blátt áfram mun hún standa þarna, tvílyft bygg­ ingin, ein bæjarhúsa hlaðin úr risastykkjum úr blágrýti, fúgurnar hvítar, glugg­ arnir traustir og staðfastir, friðsamlegir og vingjarnlegir – þakið með breiðu, skýlandi þakskeggi í sama halla og þak alvöru fjallaskála með torfi á þakinu. Torfið, fallega grænt yfir stutt sumarið, fullt af blómum, eins og túnin og engin allt í kring; líka í vetrardvala alveg eins og túnin þakin þykkum snjó. Þunna vetrargrasið hangir þá niður undan þakkantinum eins og gamalt grátt skegg, með löngum grýlukertum. Svona verða þök allra húsanna, alveg eins, sama hvort um er að ræða gripahús, hlöður, bústjórahús eða skúra fyrir sleða, vagna, búvinnu­ vélar og bíl. […] Vinnustaður skáldins liggur þannig að á löngum sumardögum horfir sólin á hann næstum 24 tíma við óþreytandi skrif sín – hún getur þá ekki annað en unnið eins og hann. Í gegnum gluggann sinn sér hann risastóran, sólfylltan garð sem Das Kehlsteinhaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.