Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2010 · 3 átti eftir að verða afdrifarík að tvennu leyti; Jón rakst á bók í bókaskápnum á bernskuheimili sínu og hann hóf að birta greinar í blöðum þar sem gífuryrðin fuku í allar áttir – en því átti hann eftir að halda áfram fram undir það síðasta. Bókin var Íslensk þjóðlög sem séra Bjarni Þorsteinsson hafði safnað og gefið út á árunum 1906–09 og hér opnaðist Jóni alveg nýr heimur. Fram að þessu hafði hann gert lítið úr íslenskum þjóðlagaarfi og sagt þjóðlögin „fá og ómerkileg“ en eftir þetta áttu þau eftir að setja mark sitt á allar hans tónsmíðar. Í næstu ferð hans hingað til lands árið 1925 reyndi hann að skrá niður þjóðlög eftir heyrn en komst þá að því að evrópskt nótnaskrifarkerfi gerir ekki ráð fyrir þeim kvarttónum og skrauti sem einkenna lögin, og varla einu sinni tónteg­ undunum heldur, og því hafði hann meðferðis nýmóðins upptökutæki frá Berliner Phonogramm­Archiv í næstu ferð. Jón gerði sér nokkrar ferðir til þjóðlagasöfnunar hér á landi eftir þetta en strax árið 1922 má heyra áhrif þjóð­ laganna í Fjórum píanólögum op. 2. Jón ritaði einnig grein í Skírni sama ár, þar sem hann gerir grein fyrir eðli íslenskra þjóðlaga. Greinina nefndi hann „Íslenskt tónlistareðli“ og þar setur hann fram þá skoðun að þjóðlögin sjálf gætu ekki talist list heldur séu þau „efni í list“ – þ.e. eðli laganna frekar en lögin sjálf. Eftir að Jón tók til við tónsmíðarnar af fullum þunga lagði hann mikið á sig til að koma þeim á framfæri í Þýskalandi. Framan af gekk það hreint ekki illa. Frumflutningur Trilogia piccola árið 1925 var reyndar afgreiddur sem „smá­ ræði“ enda er hún byrjandaverk; en frumflutningur Orgelkonsertsins tíu árum síðar fékk almennt góða dóma og þegar þrjú verk eftir Jón voru flutt af ekki ómerkilegri hljómsveit en Berlínarfílharmóníunni árið 1936 var gagnrýnin ákaflega vinsamleg. Þegar Orgelkonsertinn var fluttur aftur nokkrum árum síðar, eða árið 1941, kvað hins vegar við annan tón, því þá var hann talinn „fátítt hneyksli“ – enda voru þá komnir aðrir tímar. Jón bugaðist þó ekki og tók þá þegar ákvörðun um að semja Sögusinfóníuna sem andsvar við hugmynda­ fræði nasismans. Þýskaland var ekki auðvelt land að búa í þau ár sem Jón var þar. Í ríki nasismans reyndi Jón að laga sig að aðstæðum og vernda fjölskyldu sína sam­ hliða því sem hann vann áfram að list sinni. Tvennt varð til þess að flækja stöðu hans meira en ella. Hugmyndafræði hans átti ýmislegt sameiginlegt með draumi nasista um nýja list sem byggðist á norrænum arfi, og hann var reiðubúinn að gera hvað sem í hans valdi stóð til að tryggja verkum sínum útbreiðslu, jafnvel reyna að koma sér í mjúkinn hjá sömu stjórnvöldum og vildu fjölskyldu hans feiga. (Bls. 182) Árni heldur áfram og ræðir ótrúlega einfeldni Jóns í pólitík, sem varð til þess að eftir að stríðinu lauk var Jóni gjarnan legið á hálsi fyrir að hafa gengist nasismanum á hönd þrátt fyrir gyðinglegan uppruna eiginkonu hans, enda eru hugmyndir hans um hinn norræna hetjuanda vel til þess fallnar að ýta undir slíkan misskilning. Hann lenti í raun á milli tveggja elda, því í Þýskalandi var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.