Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 21
J ó n S i g u r ð s s o n s n ý r a f t u r
TMM 2010 · 3 21
heldur muni hafa áhrif á örlög lands og þjóðar um langa framtíð. Jafn
framt felst í auglýsingunum ásökun um föðurlandssvik, tryggðarof við
land og þjóð, í garð þeirra er styðja ríkisábyrgð. Jón er því eins konar
gæslumaður þjóðréttinda og þjóðfrelsis.
Hafa svona auglýsingar einhver áhrif? Það er óvíst. Þó er ljóst er að
þeir sem standa á bak við auglýsingarnar telja að það geti verið málstað
sínum til framdráttar að nota þjóðhetjuna á þennan hátt. Í vefritinu
Vefþjóðviljanum er stundum leitað í sjóð sögunnar. Þeir sem þar halda
á penna viðurkenna þó að menn verði „að fara varlega í að taka látna
menn herskildi í baráttu sem fram fer að þeim fjarverandi“. En um
Jón Sigurðsson sé þó „margt sem ekki verður af honum haft“. Meðal
annars það „að þegar hagsmunir Íslands og annarra ríkja sköruðust, þá
tók hann málstað Íslands en ekki hinna“.20 Þetta síðasta er augljóslega
skrifað með hliðsjón af Icesave. Og enginn þarf að velkjast í vafa um
hvert þessum ummælum er beint.
Átökin um Evrópumál á árinu 2009 voru ekki síður heiftarleg en
Icesavedeilan. Í júlí samþykkti alþingi tillögu ríkisstjórnarinnar um
aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Í þeirri orrahríð sem þá varð
skaut Jón Sigurðsson stundum upp kollinum í ræðum alþingismanna,
oftast í málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins. Sumum þótti
alveg nóg um. „Jóni hefði þótt þetta og Jóni hefði þótt hitt og þess vegna
gerum við þetta,“ skrifaði til að mynda blaðamaður Fréttablaðsins og
bætti við: „Gaman væri ef þingmenn hefðu meiri áhuga á fólkinu í
landinu í dag en löngu dauðum kalli.“21
Athygli vakti ræða sem Sturla Böðvarsson, fyrrum ráðherra og forseti
alþingis, flutti 17. júní á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns
Sigurðssonar. Sturla notaði tækifærið og mælti gegn aðild að Evrópu
sambandinu því á þann klafa mættu stjórnvöld ekki binda þjóðina.
„Íslenskir stjórnmálamenn hljóta að horfa til arfleifðar þjóðfrelsis
hetjunnar, Jóns Sigurðssonar, þegar við metum langtíma hagsmuni
lands og lýðs í samskiptum þjóðanna,“ sagði Sturla. Því sjálfstæðið
sé öllu öðru æðra og Íslendingum hollt „að minnast kenninga Jóns
og krafna um sjálfstæði þegar hugleidd er sú sérstaka staða sem við
Íslendingar erum í við byrjun 21. aldar“. Ennfremur: „Eðlilegt er að
varpa fram þeirri spurningu hvort það sé í anda hugsjóna Jóns Sigurðs
sonar að afsala hluta fullveldis okkar og flytja valdið yfir auðlindum
sjávar til sameiginlegs og yfirþjóðlegs valds Evrópusambandsins?“
Sturla velkist ekki í vafa um svarið. Íslendingar eigi „að ganga fram í
þágu frjálsrar og fullvalda þjóðar á Íslandi, í anda þeirrar arfleifðar sem
Jón Sigurðsson skildi eftir sig“.22