Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 115
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 115 Revold, Williams Scharff eða Edwards Weie? Kristín nefnir einnig yfirlýstan áhuga Svavars á Picasso (bls. 66) og setur á langa tölu um Guernicu þess síðar­ nefnda, en klykkir samt út með að segja að engra áhrifa frá Guernicu gæti í verkum Svavars. Þetta kallar á frekari skýringar. Loks hefði mátt segja ívið meira frá viðbrögðum við verkum Svavars utan Norðurlanda, þar sem þau eru fremur einsleit, en sem kunnugt er voru verkin sýnd út um alla Evrópu og jafnvel í Suður­Ameríku. Örfáar staðreyndavillur hafa læðst inn í texta. Blað Jónasar frá Hriflu, Land­ vörn, var fyrst gefið út árið 1946 (bls. 163). Alþjóðlegar samsýningar abstrakt­ listamanna í París hétu Salon des Réalités Nouvelles (bls. 185) og franski list­ málarinn nefndist Deyrolle (bls. 204 og 209). Ekkert skortir á myndskreytingu þessarar glæsilegu bókar, og vantar þar tæplega nokkurt verk sem máli skiptir. Eitt verð ég þó að nefna í lokin. Í bók um litafansara á borð við Svavar leyfist lesanda að gera meira en venjulegar kröfur til litprentunar. Og það verður að segjast eins og er að hér er hún undar­ lega gloppótt. Sums staðar (bls. 40) eru verkin ekki svipur hjá sjón, annars staðar eru verulegir ágallar á henni, sjá lykilverkið Veðrið frá 1963 (bls. 256–7). Þótt þetta eigi ekki við bókinna í heild sinni, stingur misgengi litanna helst til oft í augu. Allt um það er hér komið ritverk sem kemur til með að hafa veruleg áhrif á rannsóknir í íslenskri myndlistarsögu. Hvar eru ræturnar? Bókin um Kristin E. Hrafnsson er myndlistarrit af allt öðru sauðahúsi. Hér er á ferðinni bók númer tvö í ritröð sem Listasjóður Dungals kostar, en forlagið Crymogea gefur út; sú fyrri fjallaði um Guðrúnu Einarsdóttur og sú næsta mun taka fyrir verk Guðjóns B. Ketilssonar. Listfrömuðurinn Gunnar Dungal velur listamennina, en umfjöllunin er fyrst og fremst í formi ljósmynda sem umlykja greinarstúf eða esseyju eftir sérvalinn höfund. Greining Gunnars J. Árnasonar er vissulega bæði læsileg og skynsamleg, en hún segir hinum almenna lesanda nánast ekki neitt um listrænar rætur Kristins E. Hrafnssonar, hvernig hann ánetjaðist myndlistinni, hvað hann hafði upp úr námi sínu í Þýskalandi (nema kynni af heimspeki Heideggers), hvernig SÚM­listamenn á borð við Jón Gunnar, Kristján og Sigurð Guðmundssyni plús Hrein Friðfinns­ son höfðu áhrif á hann, og hvernig háttað er listrænu sambandi hans og textagerðarmannsins Lawrence Wieners. Það er svo í stíl við þessa upplýsinga­ tregðu að allt sem maður vill vita um myndverkin er að finna aftast í bókinni, svo lesandinn þarf sífellt að vera að rekja sig fram og til baka. Því verður tæp­ lega á móti mælt að þessar annars ásjálegu kiljur eiga meira skylt við sýningar­ skrár fyrir innvígða en klassísk fræðirit um listamenn, svokallaðar mónó­ grafíur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.