Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 2

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 2
2 TMM 2010 · 3 Frá ritstjóra Sagan um Fritz Höger og Gunnar Gunnarsson og Skriðuklaustur sem þau Pétur H. Ármannsson og Silja Traustadóttir rekja hér í heftinu er merkileg fyrir ýmissa hluta sakir. Hún er til að mynda vitnisburður um mýtugerð. Um þessar framkvæmdir skrifaði arkitektinn greinina „Wir Bauen Gunnar Gunnarsson auf seiner Heimatinsel seinen Horst“ eða „Við byggjum Gunnari Gunnarssyni hreiður á heimaeyju hans“. Jafnvel þótt hann fari ekki beinlínis með rangt mál og geri sér til að mynda grein fyrir því að „frú Gunnarsson [muni ekki geta] þvegið þvottinn sinn í Geysi“ fer ekki milli mála að arkitektinn geri sér býsna háleitar hugmyndir um líf rithöfundarins hér á landi: „Og allt, sem hann þráði, umlykur hann – og frá þessum einmanalega stað sendir hann geisla sína út í heiminn, líkt og norðurljósin á löngum vetrarkvöldum“ (sjá bls. 39). Þessi saga er líka vitnisburður um mýtugerð Íslendinga um aðrar Evrópuþjóðir, því að sú saga hefur orðið lífseig að Fritz Höger hafi teiknað Arnarhreiðrið fyrir sjálfan Hitler fyrir utan aðrar tröllasögur sem spunnust um þetta hús. Og loks má segja að sagan sýni mýtusmíði Íslendinga um sjálfa sig, því að áform Gunnars um búskap þar eystra og búsetu reyndust ekki raunhæf. Samspil skáldaóra og atvinnulífs kemur líka við sögu í grein Hann­ esar Péturssonar um Einar Ben og kvæði hans Bláskógarveg, og má segja að við séum enn ekki búin að bíta alveg úr nálinni með þær hug­ sjónir allar. Að öðru leyti er heftið fjölbreytt að vanda, stútfullt af fróð­ leik, skáldskap, hugleiðingum, ritdómum og ádrepum. Við þökkum skilvísum áskrifendum fyrir að gera þetta allt kleift og brýnum hina sem kunna að hafa gleymt sér – og okkur – til að ráða snarlega bót á því og stökkva í einkabankann – eða bara næsta útibú. Guðmundur Andri Thorsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.