Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2010 · 3 menntagreinar sem leitast við að lýsa sögu heimsins í tímaröð frá því er ár var alda og fram á daga sagnaritarans. Hann umgengst þó hefð veraldarsagna afar frjálslega; vissulega hefjast Ummyndanir við upphaf heimsins og sömuleiðis leiða stofnun Rómaborgar, dauði Sesars og ríki Ágústusar bálkinn til lykta, en milli þessa tveggja póla tímaássins þeytast upp fjölbreytilegar goðsagnir Grikkja í líflegri túlkun rómverska skáldsins. Hér birtast gamlir kunningjar eins og gullætan Mídas konungur, söngvarinn Orfeifur og Evridís hans, Narkissus og Ekkó, Medea og Jason, kraftakarlinn Atlas og vefarinn Arakna. Og líka persónur sem ef til vill eru íslenskum lesendum ekki eins kunnar – ég nefni af handahófi söguna af Myrru og sifjaspellsglæp hennar, eða viðskipti Aglárosar við Öfundina. Sögurnar birta einatt skýringar á náttúrufari og heimsmynd (útskýra t.a.m. stjörnuhimininn) en fjalla um leið um dygðir og lesti – ekki síst um margvíslegar afleiðingar girndarbruna (sem ekki þarf að koma á óvart þegar ástarskáldið Óvíd á í hlut). Ein frásögn fæðir af sér aðra – líkt og öldurnar sem lýst er hér í upphafstilvitnun – svo Ummyndanir eru í raun frjálsar og leikandi í byggingu, sögurnar mislangar og tengsl þeirra oft lausleg. Við þetta bætist kynngi bragarins en verkið er ort undir hetjulagi, hinum hefðbundna bragarhætti mikilla söguljóða. Óvíd lætur þó mikilúðleika háttarins hvergi sliga sig heldur leikur á blæbrigði hans, eins og Kristján Árnason nefnir í prýðilegum inngangi sínum, „og kryddar auk þess allt með orðaleikjum, hljóðlíkingum og hljóðtengslum sem láta í eyrum eins og tónlist“ (27). Ummyndanir hafa enda átt miklum vinsældum að fagna um aldir, verið þýddar á fjölmörg tungumál og orðið skáldum, rithöfundum og listamönnum auðug uppspretta. Og nú höfum við eignast þær á íslensku. Það er mikið gleðiefni og ánægjulegt að Kristján hafi þegar verið sæmdur þýðingarverð­ launum fyrir afrek sitt. Þegar bókmenntum eða leikverkum frá löngu liðnum tíma er komið á fram­ færi hérlendis, og þeir sem hlut eiga að máli hitta fjölmiðlafólk, má bóka að spurt sé: Hvaða erindi á verkið til okkar? Hvernig skírskotar þessi texti til nútímans? Viðhorfið að baki spurningunni er eindregið: allt skal réttlætast af meintum þörfum nútímans. En þetta er hrokafullt viðhorf sem efast fyrirfram um að hægt sé að læra nokkuð nýtt af gömlu. Og ef þetta gamla er þar að auki útlent eykst vandinn enn: Til hvers að vera að gefa út þýðingar? – Þær seljast svo illa! Geta þessir fáu áhugasömu ekki bara lesið þetta á útlensku? Þegar við nú höfum í höndunum nýja þýðingu á tvöþúsund ára gömlu verki sem sannar­ lega hefur staðist tímans tönn (eins og höfundurinn spáði í lokaorðum sínum) held ég að það færi okkur vel að snúa einu sinni spurningunni við. Spyrja ekki hvaða erindi Óvíd á við okkur heldur fremur hvaða erindi við eigum við hann. Hvernig getum við notið hans og notað hann? Óvíd sjálfur taldi sig eiga erindi við bókmenntir fyrri tíðar því goðsagnirnar sem mynda uppistöðu Ummyndana eru arfur Grikkja sem Rómverjar tileinka sér, ávaxta og skila tvíefldum til seinni tíma eins og Kristján kemst að orði (9). Og það bókmenntaumhverfi sem Óvíd spratt úr lagði íslenskum bókmenntum raunar til eina meginstoð þeirra, því rómversk sagnaritun og viðleitni til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.