Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 65
H i n n TMM 2010 · 3 65 fyrir því að við gátum ekki skilið hvor annan. Við vorum of ólíkir og of líkir. Við gátum ekki leikið hvor á annan og það gerði samræður okkar erfiðar. Hvor okkar var skopstæling hins. Aðstæðurnar voru of óvenju­ legar til að geta varað miklu lengur. Það var tilgangslaust að ráðleggja honum eða rökræða við hann, því óflýjanleg örlög hans voru að vera sá sem ég er. Skyndilega rifjaðist upp fyrir mér ein af fantasíum Coleridges. Ein­ hvern dreymir að hann sé í paradís og sem sönnun þess er honum gefið blóm. Þegar hann vaknar er blómið við hlið hans. Mér datt svipað ráð í hug. – Heyðu, sagði ég, ertu með pening á þér? – Já, svaraði hann. Ég er með tuttugu franka eða svo. Ég bauð Símoni Jichlinski á Krókódílinn í kvöld. – Segðu Símoni að hann muni stunda lækningar í Carouge og hann muni gera margt gott … jæja, gefur þú mér einn peninginn? Hann tók upp þrjá silfurpeninga og nokkra minni. Án þess að vita hvað mér gekk til rétti hann mér einn af þeim fyrrnefndu. Ég lét hann fá einn af þessum undarlegu amerísku seðlum sem, burt­ séð frá virði þeirra, eru allir jafn stórir. Hann skoðaði hann ákafur. – Þetta getur ekki verið, hrópaði hann. Hann er merktur með ártalinu 1964. (Mánuðum síðar sagði einhver mér að peningaseðlar eru ekki merktir með ártali.) – Þetta er kraftaverk, náði hann að segja, og kraftaverk hræða mann. Þeir sem voru vitni að upprisu Lasarusar hljóta að hafa verið fullir skelfingar. Við höfum ekkert breyst, hugsaði ég, alltaf sömu bókmenntatilvís an­ irnar. Hann reif seðilinn í tætlur og setti peningana í vasann. Ég ákvað að henda mínum í ána. Bogi silfurpeningsins sem hvarf ofan í silfraða ána hefði getað gefið sögu minni lifandi mynd, en for­ lögin vildu það ekki. Ég svaraði honum því að hið yfirnáttúrlega hættir að vera skelfilegt gerist það tvisvar. Ég stakk upp á því að við myndum hittast aftur næsta dag á þessum sama bekk, sem er til á tveimur tímum og á tveimur stöðum. Hann féllst þegar á það og sagði mér, án þess að líta á úrið, að hann væri orðinn seinn. Við vorum báðir að ljúga og báðir vissum við að hinn var að ljúga. Ég sagði honum að einhver færi brátt að leita að mér. – Að leita að þér? spurði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.