Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 69
K á s e r í u m S t u r l u Þ ó r ð a r s o n , h ö f u n d N j á l u TMM 2010 · 3 69 menn sem uppi voru á ritunartíma Íslandsklukkunnar; stjórnmála­ menn, kirkjuhöfðingja eða fræðimenn, og rökin myndu snúast um hver hefði verið líklegastur til að aðhyllast þau viðhorf sem lesa mætti úr verkinu eða hafa gleggst þekkt til sögutíma og persóna bókarinnar. Og margt fróðlegt myndi eflaust skolast með í þeim pælingum. Fyrir fólk sem er handgengið skáldskap og bókmenntum, hvort sem það væru höfundar, fræðimenn eða lesendur, myndi það hinsvegar blasa við að enginn nema þrautþjálfaður rithöfundur gæti hafa skrifað verk eins og Íslandsklukkuna; einhver sem hefði lagt í það líf sitt og metnað í langan tíma að búa til prósaverk. Og þegar litið væri yfir sviðið, Ísland á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar geta má sér þess til að Íslendingar hafi verið svona tvöfalt fleiri en þeir voru á 13. öld, þá koma mjög fáir til greina: menn myndu fljótt staðnæmast við nöfn Þórbergs, Gunnars Gunnarssonar, Halldórs Kiljan … listinn yrði ekki miklu lengri. Og síðan myndu þeir sem læsu líka Heimsljós og Sjálfstætt fólk fljótt finna fyrir sömu röddinni á bakvið öll verkin, og ekki þurfa fræðilega rannsókn til. Á þennan hátt hlýtur röksemdafærsla Helga á Hrafnkelsstöðum að beina augum að Sturlu Þórðarsyni; hann er hið nafnkunna stórskáld þessa tíma – var í fullu fjöri, um sextugt, þegar talið er að Njála hafi verið skrifuð, og loks kominn með almennilegt næði í kringum sig til að helga sig skriftum eingöngu. Sumir hafa bent á minna innblásin verk hans, eins og hina pöntuðu Hákonarsögu, og sagt ólíklegt að höfundur hennar hafi skrifað Njálu. En með sömu rökum væri hægt að halda fram að útilokað væri að sami maður hefði skrifað ævisögu Einars ríka og Bréf til Láru – þótt við reyndar vitum betur. Og gegn þessum rökum er nærtækara að skoða Íslendingasögu, en sá sem þetta skrifar á erfitt með að finna margt í íslenskum fornritum sem stendur bestu köflum hennar miklu framar; nægir að nefna lýsinguna á Flugumýrarbrennu í meðförum Sturlu og aðdraganda hennar. Að sama skapi leiðir margt í röksemdafærslu Barða Guðmundssonar óhjákvæmilega í átt til Sturlu, eins og þegar hann skoðar vísbendingar í Njálu um það sem nú er kallað „hneigð“ höfundarins, það er afstaða hans til samtíðarmanna og ­viðburða, og sömuleiðis beinar hliðstæður í mannlýsingum á milli Njálu og Íslendingasögu. Að þessu hvoru tveggja mun ég víkja nánar, en um sumar röksemdafærslur Barða, sem lesa má í stórmerkri bók með greinum hans (Höfundur Njálu; safn ritgerða – 1958), má segja að hann þurfi hreinlega að taka krók fram hjá Sturlu til að komast að sinni eigin niðurstöðu. Skýringuna á því hvers vegna menn virtust hafa tilhneigingu til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.