Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 11
B a n k a r o g e l d f j ö l l TMM 2010 · 3 11 Már Sigurðsson og er nýsloppinn úr gæsluvarðhaldi í þessum sömu orðum sögðum. Á myndum líta þeir út einsog Gög og Gokke. Samt er ekki hægt að kalla þá gamanleikara en Sigurður Einarsson bankastjóri gerði víst lítið annað en að opna 200.000 króna rauðvínsflöskur, eina af annarri, að sögn Davíðs Oddssonar fyrrum seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis, en Davíð Oddsson háði sitt einkastríð gegn stjórnendum bankans og tók út sparifé sitt fyrir opnum tjöldum á meðan hann var forsætisráðherra til að mótmæla launastefnu bankastjóranna. Þá heldur Sigurður því fram að Davíð hafi verið dónalegur við hann í partíum; svipað og Lenín kvartaði undan því í símskeyti til Stalíns að hann hefði verið ruddalegur við konuna sína í síma. Kona Leníns hét Krúpaskæja. Á unglingsárum mínum var ég í samtökum þar sem stjórnleysingjar og lenínistar tókust á. Lenínist­ arnir voru sprenglærðir og vitnuðu nákvæmlega í blaðsíðutöl og bindi í ritverkum Leníns. Fóru mannvirðingar talsvert eftir því hve leiknir menn voru í slíkum tilvitnunum. Einn stjórnleysingi sem leiddist þessi vitleysa skrifaði á miða: „Krúpaskæja, komdu að ríða!“og lét síðan mið­ ann ganga um salinn með blaðsíðutali og bindi. Þetta þótti lenínistum ekki fyndið. En hvað sem líður Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Lenín, Stalín og Davíð Oddssyni þá vona ég að John Cleese hafi notið ferðarinnar frá Osló til Brussel og hlegið mikið á leiðinni, bæði að eldfjöllunum og bönkunum og því makalausa samspili sem ríkir þar á milli. Hvað varðar kostnaðinn við leigubílinn, 650.000 krónur, eru það smámunir miðað við kostnaðinn sem ríkisstjórnin okkar ætlar að eyða í ferðir frá Reykjavík til Brussel til að koma okkur inn í Evrópu­ sambandið svo jakkalakkarnir og dragtadömurnar geti gengið þar um ganga og tjáð hvert öðru hve miklar framfarir hafi orðið frá því fjór­ frelsið var fundið upp, að ekki sé minnst á alla matseðlana í Brussel og bjórinn, marmarann, glerið og stálið. Fáir minnast hins vegar á Grím Thomsen, sem var skáld og embættismaður á 19. öld. Hann starfaði í utanríkisþjónustu Danakonungs og var einn fyrstur fræðimanna til að uppgötva verk H. C. Andersens. Hann skrifaði um hann langa ritgerð og þýddi Byron lávarð, en Grímur sagði í bréfi sem hann skrifaði í Brussel til vinar síns að svo leiðinleg væri þessi borg að sér risi ekki hold. Ég hef aldrei komið til Brussel en spurði íslenskan embættismann hvort eitt­ hvað væri hæft í þessari fullyrðingu Gríms Thomsen. Hann taldi það af og frá og sagði þennan málflutning til marks um hve lágt andstæðingar Evrópusambandsins legðust því í Brussel væri stundað litríkt kynlíf og þar væru viagratöflur seldar á lágu verði. Hér var auðvitað ekki um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.