Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Blaðsíða 80
S i g u r ð u r Pá l s s o n 80 TMM 2010 · 3 koma orðum að þessu hjartans máli, spurningunni sem brann: „Á ekki bráðum að fara að gefa bókina út?!“ Við sátum lengi á skrifstofu hans, þögðum mestan part og reyktum franskar sígarettur, hann gauloises, ég gitanes með fílter, þar til annar grillti vart í hinn. Sigfús muldraði öðru hverju óljósar setningar um tímabundna erfiðleika og þess háttar en kom loks með athugasemd sem varpaði nýju ljósi inn í hugarheim ungskáldsins sem sat andspænis honum; eitthvað á þá leið að ef það tæki því á annað borð að gefa bók út, þá skipti ekki höfuðmáli hvort hún kæmi fyrir þessi jól, þau næstu eða þarnæstu. Ég gekk fullkomlega rólegur af þessum fundi okkar, mest hissa á sjálfum mér að vera svona óþolinmóður. Það sem ég lærði þarna í reykmettaðri skrifstofu Sigfúsar var eitthvað í sambandi við staðfestu tímans. Sigfús var nefnilega mikill kennari. Mikill vígslumeistari. Aðferðirnar voru óhefðbundnar á okkar vísu en kannski voru þær klassískar. Aðferðir sem eiga skylt við klassíska samræðulist eða jafnvel athugasemdir búddameistara. Allnokkrum árum síðar átti ég því láni að fagna að fara til Bordeaux á mikla Íslandskynningu sem þar var haldin haustið 1987. Vigdís for­ seti var heiðursgesturinn, dagskrárliðir fjölbreytilegir, einn þeirra var bókmenntakynning undir stjórn prófessors Régis Boyer og var fjórum frönskumælandi höfundum boðið, Sigfúsi, Jóni Óskari, Pétri Gunnars­ syni og mér. Við fjórmenningar urðum samferða héðan, flugum gegnum Lúxemborg og svo var það gamalkunnug lestin til Parísar. Nú voru það ekki ljóðabækur Sigfúsar sem voru með í för heldur skáldið sjálft. Lestin renndi í hlað á Gare du Nord á mildu haustkvöldi. Við fórum beint niðrá Montparnasse og settumst inn á La Coupole. Sigfús var að koma í fyrsta skipti til Parísar í sirka tuttugu og átta ár en þeir Jón höfðu lengi átt París að vettvangi kunningsskapar og vináttu. Þarna fannst mér Sigfús einhvern veginn kominn í rétt samhengi og Jón Óskar líka. Mér fannst þeir skynja þetta báðir og það gladdi þá mjög að færast ein þrjátíu ár aftur í tímann. Á þessu ferðalagi kynntist ég þeim Jóni og Sigfúsi í raun í fyrsta skipti persónulega en báðir voru mér afar mikilvægir á mótunarárunum í menntaskóla, Sigfús aðallega með ljóðum sínum og Jón bæði með bókinni Nóttin á herðum okkar og ekki síður með þýðingum sínum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.