Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 103
Á d r e p u r
TMM 2010 · 3 103
opinbert leyndarmál að fornleifum er mokað burtu eða þær skemmdar vegna
þess að það er einfaldlega ekki raunhæft að bændur og minni framkvæmda
aðilar borgi tugi milljóna fyrir fornleifarannsóknir vegna framkvæmda sem
hlaupa á hundruðum þúsunda. Slík skattlagning yrði lauflétt byrði ef miðað
væri við að hún skilaði tekjum sem væru sambærilegar við það sem eytt er til
fornleifarannsókna á landinu í dag, og raunar einnig þó markið væri sett
hærra, og hún væri hagkvæmari fyrir framkvæmdaaðila en núverandi kerfi því
með þessu væru þeir í raun að kaupa sig frá óvissu og töfum sem geta hlotist af
fornleifarannsóknum.
Þetta kerfi myndi því aðeins virka að tryggt væri að féð sem þannig safnað
ist yrði sett í hendur þeirra sem hafa hag af því að fullvinna fornleifarann
sóknir. Það eru þeir fornleifafræðingar sem skilgreina sig sem vísindamenn,
þeir sem keppast við að birta niðurstöður sínar, skrifa greinar og bækur, þróa
skýringar og kenningar, taka þátt í umræðum, geta miðlað bæði til almennings
og fræðasamfélags. Það yrðu hagsmunir þeirra að sjá fyrir hvar framkvæmdir
eru líklegar til að bera niður næst og gera skynsamlegar áætlanir um rann
sóknir á fornleifum á slíkum svæðum. Það vill til að skipulagsmál á Íslandi eru
í góðum farvegi, landnotkun er skipulögð mörg ár fram í tímann og vel væri
hægt að gera áætlanir sem miða að því að rannsaka fornleifar á stöðum sem
líklegt er að byggt verði á fyrr eða síðar, í góðan tíma og án þrýstings frá
framkvæmdaglöðum stjórnmálamönnum eða athafnafólki. Slík vinnubrögð
myndu kalla á nánara samstarf fornleifafræðinga, sveitarfélaga og landeigenda
sem ætti að geta orðið til góðs, bæði til að greiða götu framkvæmda og til að
styrkja íslenska menningu og íslensk vísindi.
Hugmyndin er því þessi: Látum þá sem ógna fornleifum með jarðraski
tryggja sig fyrir áhættunni af að þurfa að borga fyrir björgunaruppgröft en
setjum ábyrgðina á fornleifarannsóknunum á herðar þeirra sem hafa hag af því
að gera þær sem best. Þannig getum við betur tryggt að arðurinn af þessum
rannsóknum, fjárfestingu samfélagsins, skili sér með virðisauka. Með þessu
væri ennfremur hreinlega tengt framhjá þeim vandamálum sem núverandi
skipulag býður upp á.
Þetta myndi ekki leysa allan vanda og margt getur farið úrskeiðis í útfærslu
slíks kerfis. Tregðulögmál íslenskrar stjórnsýslu eru þannig að maður kvíðir
því að sjá hvernig hugmynd sem þessari mun farnast. En nú er lag til að breyta
og ekkert mun breytast nema við setjum í bjartsýnisgírinn.