Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 79
N o k k u r o r ð u m S i g f ú s D a ð a s o n
TMM 2010 · 3 79
Eða eins og Þorsteinn Þorsteinsson segir í bók sinni Ljóðhús: „Eftilvill
mætti kalla „Dægurlag“ djassútsetningu á vissum stefjum í Tímanum
og vatninu.“
Með stórvirki Þorsteins um ljóð Sigfúsar og reyndar ljóðlist yfirleitt,
finnst mér eins og hafi opnast skýr vitund um fjölbreytileika Sigfúsar og
möguleikana að lesa hann á þann eina hátt sem hæfir stórskáldum, fjöl
breytilegan hátt. Og einn af mörgum kostum bókar Þorsteins er einmitt
að opna lestur á þessum ljóðum en læsa þau ekki inni í einhvers konar
„réttum lestri“ innan gæsalappa.
Ljóð Sigfúsar eru ein traustasta byggingin í íslenskri nútímaljóðlist og
þola bæði nýja skoðun og jarðskjálfta nýrra tíma. Sigfús er nefnilega
bæði snjall verkfræðingur með burðarþol sem sérgrein auk þess að vera
listagóður arkitekt með fegurri línu á ytra borði byggingar en flestir.
Í ljóðum hans er gjarnan firna sterk spenna milli skapheitrar skynsemi
og formaðra tilfinninga. Þegar menn segja að Sigfús sé heimspekilegt
skáld, finnst mér stundum átt við að hann sé kaldhamraður. Það finnst
mér ekki. Vissulega ætlast hann til þess að ljóðlistin geti hugsað, að hægt
sé að nota ljóð sem tæki til þess að hugsa í víðri merkingu. Ekki bara
tæki til að miðla hughrifum og formlausum kenndum heldur líka að
miðla umhugsun um hughrif. Ljóðin eru tungumálslegur snertipunktur
einstaklings og heildar, nútíðar og fortíðar, kennda og skynsemdar, þau
eru greinargerð fyrir sambandi manns og veraldar,
Þennan mikla metnað hafði Sigfús fyrir hönd ljóðlistarinnar og
gerði hana öðrum betur jafnréttháa hinum greinum bókmenntanna;
skáldsögu, ritgerð, leikriti o.s.frv.
Með ljóðum sínum setti hann þeim sem á eftir komu markið hátt
og sýndi í verki hraustlegan metnað fyrir hönd ljóðlistarinnar. Sigfús
Daðason var kannski ekki heilsuhraustur en mér fannst hann alltaf vera
andlegt hraustmenni.
En Sigfús var ekki bara ljóðskáld. Hann var áhrifamikill útgefandi, rit
stjóri, þýðandi auk þess að vera einn fremsti ritgerðasmiður aldarinnar.
Ég kynntist honum fyrst sem útgefanda. Hann gaf út mína fyrstu bók.
Það var mjög lærdómsríkt.
Frá því að hann samþykkti handritið til útgáfu og þar til bókin kom
út leið langur tími.
Ég fór að ókyrrast og gekk á fund Sigfúsar þegar ég var kominn til
landsins. Ég vildi ekki vera óhóflega framhleypinn og átti erfitt með að