Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 12
K r i s t r ú n H e i m i s d ó t t i r 12 TMM 2013 · 2 Hver var afstaða kommúnisma til ofbeldis? „Þetta er flóknari spurning en ætla mætti í fljótu bragði og líklega verðum við að byrja á því að rekja málið í sögulegu samhengi. Kommúnistaávarpið boðar öreigabyltingu og gerir ráð fyrir valdbeitingu sem nauðsynlegum þætti hennar, en það sem sagt er um „„alræði öreiganna“ er of óljóst til að mikið verði af því ályktað – sem þýðir auðvitað líka að hægt er að aðlaga það mismunandi sjónarmiðum og strategíum. Með tilkomu lenínismans byrjar nýr kafli: Vísindavædd forystusveit, sem tekur að sér að stjórna sögunni, tekur sér jafnframt rétt til valdbeitingar án annarra takmarka en þeirra sem pólitískir útreikningar setja. Næsta skrefið er bylting sem gerð er í trú á alþjóðlegt áframhald; þegar hún einangrast og gerendur hennar verða um leið einráðir í „sjötta hluta heimsins“ eins og það var stundum orðað, nær trúin á valdbeitingu sem allsherjarlausn og beinustu leið til nútímavæðingar yfirhöndinni. Og þá er ekki langt í stjórnar- og hugarfar sem gerir hana að einhvers konar aðalsmerki byltingarinnar, ef ekki takmarki í sjálfu sér. Hámarkinu ná svo einræðisherrar sem tengja kerfið við sínar sérstöku geðbilanir. Ef hreinsanirnar miklu í Sovétríkjunum 1936–38 eru athugaðar nánar, er varla hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu að Stalín hafi látið stjórnast af drápfýsn. Hjá Maó var þetta öðruvísi: Hann hafði einhvers konar estetíska nautn af því að leysa ofbeldi úr læðingi, en ekki sams konar yndi af beinum manndrápum og Stalín (þess vegna hélt Deng Xiaoping lífi). Hvað sem þessu öllu líður er mjög villandi að fjalla um kommúnismann eins og hann hafi ekki verið neitt annað en samfellt ofbeldi og fjöldamorð. Á þeim forsendum verður hlutur hans í sögu tuttugustu aldarinnar ekki skiljanlegur. Þessu gleyma stundum þeir sem hæst hafa, t.d. sumir þeir sem skrifuðu í „Svartbók kommúnismans“ og sér í lagi ritstjórinn, Stéphane Courtois. Um þetta rit urðu reyndar harkalegar deilur. Þrír af höfundunum gagnrýndu Courtois opinberlega fyrir inngang hans að bókinni (þar ber mikið á lausbeislaðri tölfræði og alls konar órökstuddum staðhæfingum) og fyrir túlkun hans á því sem aðrir lögðu til í bókina. Ég held að þeir hefðu dregið sín framlög til baka ef þeir hefðu ekki verið búnir að skrifa undir samning. Bókin sem heild var gagnrýnd í öðru safnriti, „Le siècle des communismes“, sem hefur komið út tvisvar, síðari útgáfan er ámóta löng og svartbókin. Við síðarnefnda ritið er ýmislegt að athuga, sér í lagi það að of mikil áhersla er lögð á fjölbreytni kommúnismans. En hvað sem því líður er það skrýtin fræðimennska að gefa bókina út á íslensku án þess að fræða lesendur nokkuð um þennan ágreining.“ Ein áhrif heimskommúnismans á Ísland, sem við höfum ekki vikið að, er kalda stríðið. Átökin milli austurs og vesturs tröllriðu íslenskum stjórnmálum þannig að landráðabrigsl voru daglegt brauð á báða bóga áratugum saman. Eru siðmenntaðri stjórnmál æskileg eða eru átök nauðsynleg?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.