Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 47
Þ e g a r I b s e n o f b a u ð M a t t a TMM 2013 · 2 47 Þótt þessi tilgáta sé frumleg og skáldleg er hún jafnframt heldur ósennileg. Presturinn Brandur fórnaði öllu á altari hins grimma guðs síns og það var allt annar guð en Matthías trúði á. Áður en Brandur kom út hafði Einar Benediktsson hafist handa við að þýða næsta ljóðleikrit Ibsens, Pétur Gaut. Það var eftir heimildum að dæma veturinn 1893 (sbr. Steingrím J. Þorsteinsson: Æviágrip Einars Benedikts- sonar 1952:556), en drjúgur áratugur sýnist vera eðlilegur meðgöngutími þýðinga því ævintýraleg 30 eintaka útgáfa Einars á Pétri Gaut kemur ekki fyrr en 1901. Steingrímur J. Þorsteinsson bendir á að að 100 krónur, sem var verð bókarinnar, voru meira en kýrverð og bókin því dýrari en Guðbrands- biblía og segir síðan: Þetta var fyrsta tölusetta fágætisútgáfan hérlendis. Í þeirri bókagerðarnýjung kom óneitanlega fram meiri áhugi á auknu verðgildi bóka en aukinni útbreiðslu þeirra meðal almennings í landinu, enda voru þessi fáu eintök einkum fyrirhuguð erlendum söfnurum. En ástæðulaust er að áfellast Einar, þótt hann teldi, að venjuleg útgáfa slíks rits myndi ekki rísa undir kostnaði. Hefði hann þar mátt hafa í huga nýleg afdrif annarrar stórþýðingar á Ibsenleikriti, Brands í þýðingu Matthíasar, sem lá í handriti á annan áratug, unz hún fékkst loks prentuð með smáletursstíl og mor- andi af prentvillum neðanmáls í einu Reykjavíkurblaðanna og sérprentuð þaðan, en hefur ekki verið gefin út fyrr né síðar, þótt þar sé um að ræða eina af öndvegis- þýðingum íslenzkra bókmennta. (Æviágrip Einars Benediktssonar 1952:595). Þetta er reyndar ekki það eina sem er einkennilegt við útgáfusögu Péturs Gauts. Einar var meira en hálfnaður við að prenta verkið 1897, og sú var tíðin að ég hélt að það hefði verið pólitískur gerningur (sjá grein mína í Skírni 1974). Guðjón Friðriksson sýndi hins vegar fram á í ævisögu Einars að mér skjöplaðist og hann hefði reyndar verið að borga skuld með þessu. Það rímar þó illa við hugmyndir prófessors míns um lélegan bissnis. Brandur hafði sem sagt birst í Íslandi árið 1898 og verið prentaður sem bók eftir því sátri sama ár. Er auðvelt að samsinna SJÞ um allt ljótt um þá bók. Hún er full af prentvillum og raunar býsna ljótur prentgripur, en textinn kemst þó til skila. Hann kom reyndar aftur út eftir að Steingrímur skrifaði um Einar, en þá í samprenti leikritaþýðinga, Brandur og Gísli Súrsson (eftir Helen Beatrice Barmby) árið 1966. Brand skrifaði Ibsen á Ítalíu árið 1866 sem reiðilestur yfir löndum sínum. Til er meira að segja falleg goðsögn (ættuð frá honum sjálfum) um að hann hafi haft sporðdreka í krukku á skrifborðinu og gefið honum öðru hverju ávaxtabita til að sjá hvernig honum létti við að sprauta eitri. Þarna hélt Ibsen dómsdagsræðu yfir löndum sínum, ekki bara yfir sjálfum sér (At leve er – krig med trolde / i hjertets og hjernens hvælv. / At digte, – det er at holde / dommedag over sig selv):
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.