Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 48
H e i m i r Pá l s s o n
48 TMM 2013 · 2
La gå at du er gledens trell, –
men vær det da fra kveld til kveld.
Vær ikke ett i dag, i går,
og noe annet om et år.
Det som du er, vær fullt og helt,
og ikke stykkevis og delt.
Þetta þýddi Matthías reyndar býsna vel:
Af gleði þykist sérhver sæll.
Ég segi: vertu hennar þræll,
en vertu’ þá bæði hnakki og hæll,
ei eitt í dag og eitt í gær,
og annað svo er líður fjær;
ver ei í pörtum, heldur heill
ei haltur, klofinn, skakkur, veill!
(Brandur 1898:21).
Lengri tilvitnun mundi sýna að Matthías eykur ekki við vísuorði heldur
hliðrar. Það gerir hann reyndar mjög sjaldan í Brandi heldur þýðir að jafnaði
línu fyrir línu.
Brandur er þess konar leikrit sem gjarna hefur heitið lesdrama á megin-
landinu og heitir raunar „sjónleikur í hendingum“ í þýðingu Matthíasar.
Sannast sagna er leikritið ómögulegt á sviði, eintöl óþolandi og lok leikritsins
eiginlega óhugsandi nema í íslenskri nútímakvikmynd, þar sem heill dalur
fyllist af snjóflóði.
Aðeins fjórar persónur fá nöfn í verkinu (Brandur, Agnes, Einar og
Gerður) en aðrar eru einungis nefndar starfsheitum eins og bóndi, annar
bóndi, fógetinn, prófasturinn, djákninn, læknirinn, kennarinn o.s.fv.
Deila má um réttmæti orða Steingríms J. Þorsteinssonar að þýðingin á
Brandi sé ein af öndvegisþýðingum íslenskra bókmennta. Vissulega er margt
haglega gert þar, en langt frá því flugi arnarins sem finna má í Manfreð
Byrons eða Þorgeir í Vík.
Brandur er ofsatrúarprestur, sem segist þó varla vita hvort hann sé krist-
inn, og Matthías únítari sem oftar en ekki er upp á kant við kirkjuna. Þeir
eiga því lítið sameiginlegt nema vígsluna. Ólafur Briem orðaði það svo að
„[v]arla getur ólíkari presta en þá Matthías og Brand“. (1980:89). Ibsen les
þjóð sinni lesturinn en deilt er um hvort líta megi á söguhetjuna sem tals-
mann skáldsins. Brandur fórnar öllu, bæði barni sínu og konu, á altari þess
guðs sem hann trúir á:
Sá mildi guð er mér ei kær,
því minn er stormur, þinn er blær,
þinn auðveldur, minn ósveigjandi,
minn almáttugur, þinn í bandi,