Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 73
Vi ð s t a ð l e y s u t a k þ ú m i n n i TMM 2013 · 2 73 Og nú er sem í vitund skáldsins fari að leysast upp skil á milli þess Rúss- lands sem var og þess sem hann virðir fyrir sér á skrifandi stundu. Halldóri Laxness sýnist sem Rússland hafi bæði verið og sé nú bókmenntaútópía vegna þess mikla hlutverks einskonar veraldlegrar kirkju sem skáldskapur gegni í því landi og hafi gert að minnsta kosti allt frá dögum Púshkíns. Sú almenna lotning fyrir snilld þessa þjóðskálds Rússa sem Halldór kynnist á ferðum sínum verður honum staðfesting á því, að draumurinn um vald skáldskaparins yfir hugum manna hafi ræst. Einmitt í Moskvu árið 1937 þýðir Halldór Minnisvarða Púshkins á íslensku og birtir í Gerska ævintýrinu – en í því kallar skáldið ljóð sín minnisvarða „ei af höndum gjörðan“ sem rísa mun hærra en „Alexanders mikla blökk“ – og saman svífa þeir í þýðingunni, Púshkín og verðandi Nóbelsskáld Íslands, himinhátt ofar þessari sigursúlu rússnesks keisara sem og öllum öðrum mannvirkjum valdsins. Um þann sess sem Púshkín skipar í hjörtum Rússa skrifar Halldór mun innilegar en um pólitíska garpa tímans, Lenín og Stalín. Í þessari sovéthollu bók leggur hann áherslu á það að einmitt Púshkín hafi gert hann, sem þá þegar var vinur Sovétríkjanna, að vini Rússlands og Rússa.9 Heimanfenginn baggi Allt þetta tengist því hvernig Halldór Laxness ber saman líf og örlög Íslendinga og Rússa. Vitanlega gleymir hann því ekki hve ólík staða þess- ara þjóða er í heiminum, En finnur samt merkilegar hliðstæður: báðar þjóðir hafa tekið í arf fátækt og vanþróun sem þær þurfa að yfirstíga á sem skemmstum tíma. Og hann er sannfærður um að báðar þjóðir tengi í mjög sterkum mæli drauma sína um betra mannlíf við bókmenntir, við afreksverk skálda og rithöfunda. Þær útópísku vonir snúast ekki endilega um að útrýma öllum samfélags- meinsemdum og koma á fullkomnu réttlæti og jöfnuði. Þær tengja sig við drauma um mannleg samskipti sem bókmenntir ríkja yfir, um samfélag þar sem mikill rithöfundur er sem „guð og keisari“ (rússnesk formúla), þar sem ólíkustu einstaklingar lúta göfugu valdi skáldskaparins, hver með sínum hætti. Við rekumst oft á slíka hugsjón í skáldsögum og ritgerðum Halldórs Laxness. Og hún er einkar fyrirferðarmikil einmitt í þeim mikla sagnabálki sem Halldór vann að þegar hann dvaldi í Sovétríkjunum, Heimsljósi, en annað bindi þess verks var skrifað í Moskvu veturinn 1937–38. Við munum að Heimsljós segir frá alþýðuskáldinu Ólafi Kárasyni, munaðarleysingja og sveitarómaga sem frá bernsku er barinn, sveltur, hæddur og niðurlægður – en finnur snemma sína huggun og stoð í skáld- skap, bæði sínum eigin og ágætra fyrirrennara. Og þótt menn leggi sig fram við að hæða hann og fyrirlíta er þetta auma skáld samt einmitt sá sem allir þurfa á að halda. Einhver þarf að láta yrkja til stúlku, öðrum þarf að refsa,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.