Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 76
Á r n i B e r g m a n n 76 TMM 2013 · 2 áhrif bókmenntanna á líf þjóða. En rússneskir lesendur Halldórs – og hann var helsta ef ekki eina uppspretta hugmynda þeirra um Ísland – fóru síðar að líta á ættjörð skáldsins sem það land þar sem slík bókmenntaleg staðleysa hefði orðið að veruleika. Einmitt á Íslandi fundu þeir stað aldagömlum draumi rússneskra menntamanna um að skapa megi mannlegt félag þar sem rætist hugsjónin um farsæla og frjóa sambúð skáldskapar og lista og heillar þjóðar. Afar mörg dæmi má finna þessu til staðfestingar. Því verður ekki haldið fram að þeir Rússar sem trú tóku á staðleysuna íslensku hafi verið mjög margir – en þeir sem eitthvað kynntu sér málin og til máls tóku syngja allir sama söng, eiga eina rödd saman. Í stuttu máli sagt: Á Íslandi lesa allir, fara með skáldskap, kaupa bækur, yrkja sjálfir. Helsti norrænufræðingur Rússlands, Mikhail Steblin-Kamenskij, tekur í bók sinni Menning Íslands fúslega undir þá staðhæfingu að „Íslendingar [séu] mesta bókmenntaþjóð heimsins.“ Hann segir einnig: „Sú ástríða að ná meistaratökum á kvæðagerð er þjóðareinkenni Íslendinga“.17 Krymova og Pogodin segja í bók sinni um Halldór Laxness: „Á Íslandi getur enginn hjá því komist að vera skáld“. Einnig þetta: „Það er aðeins á Íslandi að segja má að langflestir bændur yrki kvæði“.18 Gennadij Fish skrifar í sinni ferðabók: „Líklega hafa bókmenntir hvergi jafn gífurleg áhrif á vitundarmótun þjóðar og á Íslandi“.19 Og eins og í dæmi gömlu konunnar í Púshkínsafninu eru allar þessar ályktanir tengdar nafni Halldórs Laxness. Það er einmitt hann sem festir í sessi hugmyndir um land hetjulegrar baráttu við grimma náttúru, sem er undireins land skálda, orðsins listar. Krymova og Pogodin skrifa: „Segja má með fullum rétti að samruni háleits skáldskapar og frumstæðra lífshátta einkenni líf íslensku þjóðarinnar og útfærsla þessarar þversagnar varð eitt helsta sérkenni sköpunarverks Halldórs Laxness“.20 Áðan var vitnað til orða Gennadijs Fish um persónur sem væru sem „höggnar úr steini eða ís jökla“ og hann kynntist í skáldsögum Halldórs áður en hann lagði upp í Íslandsferð sína. Og hann bætir við: „En það var ekki fyrr en hér, í beinum samskiptum við fólkið, að ég skildi í raun og veru hvað verk Halldórs Laxness þýða, ekki fyrir heiminn heldur fyrir Íslendinga, fyrir sjálfa tilveru íslensku þjóðarinnar.“21 Með slíku mati er skáldinu lyft upp yfir alla landa sína lífs og liðna, hann er aðalhetjan í sögu sinnar þjóðar, örlagavaldur hennar. Það er líka fróðlegt að rifja það upp hvernig Rússar tóku Brekkukotsannál, fyrstu skáldsögunni sem Halldór Laxness lét frá sér fara eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1955. Þar segir ungur maður, verðandi söngvari, frá uppvaxtarárum sínum í Reykjavík í byrjun liðinnar aldar. Hann elst upp hjá Brekkukotshjónum, undarlegum manneskjum sem lifa eins og utan við kaldranaleg lögmál sem kenna má við efnahagslega eða félagslega nauðhyggju. Rétt sem hann leitar – og mun vafalaust finna – þann „hreina tón“ í list sinni, hafa þau sem hann ólu upp fundið sinn „hreina tón“ í vamm- lausu líferni sem byggir á hrekklausri góðvild, skilyrðislausri ósérplægni og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.