Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 87
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i
TMM 2013 · 2 87
Landbúnaðarmál.5 ESB hefur haft sameiginlega landbúnaðarstefnu í meira
en hálfa öld. Ástæðan er einföld – að hindra að matarskortur, eins og gerðist
á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, endurtaki sig. Tæplega helmingur allra
útgjalda ESB fer í landbúnaðarstyrki. Þótt ESB eyði miklu í landbúnaðinn,
þá mun ESB-aðild Íslands samt valda umtalsverðum sparnaði á Íslandi vegna
þess að Ísland eyðir meiru á hvern íbúa í sinn landbúnað. ESB-aðild mun
því minnka „sóunina“ (e. deadweight loss to the economy). Sóun í land-
búnaði kemur til þegar sumar framleiðslugreinar eru styrktar með fé skatt-
borgara og neytenda á kostnað annarrar framleiðslu. Öllum ber saman um
að það á sér stað sóun í landbúnaðarkerfunum, bæði á Íslandi og í ESB, en
mönnum ber ekki saman um hve mikil sóunin er. Margar kannanir benda
til að sóunin sé milli 1–2% af þjóðarframleiðslu. Engu að síður er ákveðin
offramleiðsla á matvælum nauðsynleg ef upp á koma óvænt atvik og það má
líta á kostnaðinn við landbúnaðarstyrki sem eins konar tryggingarkostnað –
tryggingariðgjöld eru peningar í ruslið nema þegar neyðin kemur – þá þakka
allir fyrir að hafa haft vaðið fyrir neðan sig. Ýmsir hafa einnig bent á mikil-
vægi innlendrar framleiðslu vegna matvælaöryggis. En hafa verður í huga
að íslensk matvælaframleiðsla og dreifing er undir öllum kringumstæðum
háð innflutningi á olíu, traktorum, vörubílum, áburði, fóðri og öðrum
nauðsynjum. Í nútímaþjóðfélagi verður því ekki hjá innflutningi komist.
Í raun er ekki mikill munur á landbúnaðarstefnu ESB og Íslands. Mark-
miðin hjá báðum eru að:
1. auka framleiðni og hagkvæmni í framleiðslu,
2. sjá til að framboð og eftirspurn sé í eðlilegu hlutfalli og markaður starfi
eðlilega,
3. sjá til þess að bændur hafi sitt lifibrauð,
4. sjá til þess að matur sé á hæfilegu verði. Þetta síðasta atriði er mun
veigaminna hjá Íslendingum en ESB, enda matavælaverð á Íslandi yfir
meðaltali ESB. Meira um það hér á eftir.
Ef Ísland gengur í ESB mun Ísland gerast aðili að sameiginlegri landbúnaðar-
stefnu ESB, sennilega með nokkurra ára aðlögunartíma að nýju styrkjakerfi.
Styrkir til landbúnaðar (e. Producer Support Estimate) innan ESB nema
tæplega 1/4 af framleiðslukostnaði, en á Íslandi tæplega helmingi af fram-
leiðslukostnaði.6 Styrkirnir, bæði í ESB og á Íslandi, eru í formi beinna
greiðslna hins opinbera til framleiðenda, svo og tollverndar til að halda uppi
háu verði á innanlandsmarkaði miðað við verðlag á heimsmarkaði. Íslensku
bændasamtökin eru mótfallin ESB-aðild vegna þess að opinberir styrkir til
framleiðenda eru heldur lægri hjá ESB en á Íslandi. Hér er þó mjög brýnt
hagsmunamál neytenda á ferðinni – að ná matarverði niður. Skoðum það
nú nánar.
Sparnaður í íslenskum landbúnaði við aðild landsins að ESB verður tví-